Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 18. júlí 2024 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrafnkell Freyr spáir í 13. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Keli spáir í spilin.
Keli spáir í spilin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar Júlíusson.
Júlíus Mar Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafael Victor er að hitna.
Rafael Victor er að hitna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, bætti sig aðeins þegar hann spáði í tólftu umferð Lengjudeildarinnar. Hann var með engan réttan þegar hann spáði í fyrstu umferð deildarinnar en var með einn réttan af sex í tilraun númer tvö.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, fótboltasérfræðingur og málari, spáir í leikina sem eru framundan.

Fjölnir 3 - 1 Grindavík (18:00 í kvöld)
Þó minn maður Halli Hróðmars hafi byrjað vel þá hefur komið smá dýfa í þetta. Ég held að Fjölnismenn séu einfaldlega of sterkir fyrir Grindvíkinga á þessum tímapunkti. Júlíus Mar er að fara að setja hann með skalla í þessum leik, það er bara svoleiðis.

Njarðvík 3 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Njarðvíkingar koma til baka eftir smá dýfu upp á síðkastið. Dominik Radic er að fara að setja þrennu.

ÍR 1 - 1 Keflavík (19:15 í kvöld)
Jóhann Birnir býður sínum gömlu félögum í heimsókn. Þetta verður frekar bragðdaufur leikur. ÍR-ingar skora snemma en Keflvíkingar jafna þetta.

Grótta 1 - 2 Afturelding (19:15 í kvöld)
Afturelding verður bara einfaldlega að vinna þennan leik og þeir gera það. Því miður verður Jökull ekki mættur í markið en þeir vinna samt.

ÍBV 4 - 1 Dalvík/Reynir (13:00 á laugardag)
Þetta er Hörður Snævar Jónsson slagurinn. Hann er stjórnarmaður Dalvíkur en uppalinn Eyjamaður. ÍBV er að fara að taka þennan leik svona 4-1 held ég. Þeir munu mæta vel peppaðir til leiks og þurfa sigur.

Þór 3 - 0 Þróttur R. (16:00 á laugardag)
Leikur umferðarinnar að mínu mati. Rafael Victor er tvisvar búinn að setja tvennu en hendir í þrennu núna.

Fyrri spámenn:
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner