Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 18. desember 2023 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Valdimar: Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar er mættur aftur heim.
Valdimar er mættur aftur heim.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var komið gott í Noregi og svo eru líka fjölskylduástæður. Það er fínt að koma aftur heim," segir Valdimar Þór Ingimundarson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Valdimar samdi við Víkinga til fjögurra ára. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hefur verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset. Hann hefur lekið tvo A-landsleiki, vináttulandsleiki gegn Sádi-Arabíu og Úganda sem fram fóru í fyrra.

Hann segist mjög spenntur að snúa aftur til Íslands. Kom það til greina að vera áfram úti en í öðru félagi eða í öðru landi?

„Ég pældi í því en þegar Víkingur kom á borðið þá leist mér mjög vel á það. Ég vildi ekki vera að bíða alltof mikið," segir Valdimar. „Þeir voru langbesta liðið í fyrra. Það er ákveðin áskorun að koma hingað og halda því áfram."

Valdimar er uppalinn í Fylki. Kom það til greina að fara heim í Árbæinn?

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því."

Það er óvissa í kringum þjálfaramálin hjá Víkingi þar sem Arnar Gunnlaugsson er sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð. Var það að trufla Valdimar?

„Nei, ekkert þannig. Það væri gaman að vinna með Arnari og vonandi verður hann hérna áfram. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig staðan er núna. Það var rætt og ég fékk ágætis svör við því," segir Valdimar. „Það væri geðveikt að vinna með Arnari, hann hefur sannað það að hann er frábær þjálfari."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Valdimar ræðir um ár sín í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner