Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   mán 18. desember 2023 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Valdimar: Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar er mættur aftur heim.
Valdimar er mættur aftur heim.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var komið gott í Noregi og svo eru líka fjölskylduástæður. Það er fínt að koma aftur heim," segir Valdimar Þór Ingimundarson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Valdimar samdi við Víkinga til fjögurra ára. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hefur verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset. Hann hefur lekið tvo A-landsleiki, vináttulandsleiki gegn Sádi-Arabíu og Úganda sem fram fóru í fyrra.

Hann segist mjög spenntur að snúa aftur til Íslands. Kom það til greina að vera áfram úti en í öðru félagi eða í öðru landi?

„Ég pældi í því en þegar Víkingur kom á borðið þá leist mér mjög vel á það. Ég vildi ekki vera að bíða alltof mikið," segir Valdimar. „Þeir voru langbesta liðið í fyrra. Það er ákveðin áskorun að koma hingað og halda því áfram."

Valdimar er uppalinn í Fylki. Kom það til greina að fara heim í Árbæinn?

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því."

Það er óvissa í kringum þjálfaramálin hjá Víkingi þar sem Arnar Gunnlaugsson er sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð. Var það að trufla Valdimar?

„Nei, ekkert þannig. Það væri gaman að vinna með Arnari og vonandi verður hann hérna áfram. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig staðan er núna. Það var rætt og ég fékk ágætis svör við því," segir Valdimar. „Það væri geðveikt að vinna með Arnari, hann hefur sannað það að hann er frábær þjálfari."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Valdimar ræðir um ár sín í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner