Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 18. desember 2023 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Valdimar: Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar er mættur aftur heim.
Valdimar er mættur aftur heim.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var komið gott í Noregi og svo eru líka fjölskylduástæður. Það er fínt að koma aftur heim," segir Valdimar Þór Ingimundarson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Valdimar samdi við Víkinga til fjögurra ára. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hefur verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset. Hann hefur lekið tvo A-landsleiki, vináttulandsleiki gegn Sádi-Arabíu og Úganda sem fram fóru í fyrra.

Hann segist mjög spenntur að snúa aftur til Íslands. Kom það til greina að vera áfram úti en í öðru félagi eða í öðru landi?

„Ég pældi í því en þegar Víkingur kom á borðið þá leist mér mjög vel á það. Ég vildi ekki vera að bíða alltof mikið," segir Valdimar. „Þeir voru langbesta liðið í fyrra. Það er ákveðin áskorun að koma hingað og halda því áfram."

Valdimar er uppalinn í Fylki. Kom það til greina að fara heim í Árbæinn?

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því."

Það er óvissa í kringum þjálfaramálin hjá Víkingi þar sem Arnar Gunnlaugsson er sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð. Var það að trufla Valdimar?

„Nei, ekkert þannig. Það væri gaman að vinna með Arnari og vonandi verður hann hérna áfram. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig staðan er núna. Það var rætt og ég fékk ágætis svör við því," segir Valdimar. „Það væri geðveikt að vinna með Arnari, hann hefur sannað það að hann er frábær þjálfari."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Valdimar ræðir um ár sín í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner