Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 18. desember 2023 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Valdimar: Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valdimar er mættur aftur heim.
Valdimar er mættur aftur heim.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var komið gott í Noregi og svo eru líka fjölskylduástæður. Það er fínt að koma aftur heim," segir Valdimar Þór Ingimundarson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Valdimar samdi við Víkinga til fjögurra ára. Hann er 24 ára sóknarleikmaður sem hefur verið hjá norska liðinu Sogndal síðan í janúar á síðasta ári. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar í 27 leikjum í norsku B-deildinni á liðnu tímabili.

Hann sló í gegn með Fylki í efstu deild sumarið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset. Hann hefur lekið tvo A-landsleiki, vináttulandsleiki gegn Sádi-Arabíu og Úganda sem fram fóru í fyrra.

Hann segist mjög spenntur að snúa aftur til Íslands. Kom það til greina að vera áfram úti en í öðru félagi eða í öðru landi?

„Ég pældi í því en þegar Víkingur kom á borðið þá leist mér mjög vel á það. Ég vildi ekki vera að bíða alltof mikið," segir Valdimar. „Þeir voru langbesta liðið í fyrra. Það er ákveðin áskorun að koma hingað og halda því áfram."

Valdimar er uppalinn í Fylki. Kom það til greina að fara heim í Árbæinn?

„Ég er Fylkismaður og verð alltaf Fylkismaður. Ég held að þetta hafi verið það besta í stöðunni fyrir sjálfan mig í dag. Það verður gaman að mæta Fylki, stemning. Þeir hrauna aðeins yfir mig og það verður gaman að því."

Það er óvissa í kringum þjálfaramálin hjá Víkingi þar sem Arnar Gunnlaugsson er sterklega orðaður við Norrköping í Svíþjóð. Var það að trufla Valdimar?

„Nei, ekkert þannig. Það væri gaman að vinna með Arnari og vonandi verður hann hérna áfram. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig staðan er núna. Það var rætt og ég fékk ágætis svör við því," segir Valdimar. „Það væri geðveikt að vinna með Arnari, hann hefur sannað það að hann er frábær þjálfari."

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Valdimar ræðir um ár sín í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner