De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 19. mars 2019 18:26
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Ari Freyr um Andorra: Eigum að taka þrjú stig
Icelandair
Ari mætir á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Ari mætir á æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður hefur eitthvað að óttast í öllum leikjum en meðan við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera eigum við að taka þrjú stig," sagði Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður Íslands við Fótbolta.net í kvöld en liðið er í undirbúningi fyrir leik gegn Andorra í undankeppni EM 2020 á föstudaginn.

Liðið er nú í undirbúningi í Peralada í Katalóníu á Spáni en leikurinn fer svo fram á gervigrasi í Andorra.

„Ég veit ekki hvernig völlurinn lítur út en ég spilaði á gervigrasi sjálfur í sex ár. Boltinn fer hratt en ég veit ekki hvernig þetta verður."

Ari hefur mest spilað sem vinstri bakvörður með landsliðinu þó hann hafi kíkt á kantinn og jafnvel í hægri bakvörðinn. Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals var sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn þar sem hann sagðist vilja sjá Ara á kantinum í leiknum á föstudaginn.

„Ég hef spilað hinar og þessar stöður og það skiptir ekki máli hvar ég verð settur. Það er bara undir þjálfaranum komið hvort hann vill nota mig eða ekki," svaraði diplómatískur Ari.

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner