Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 19. júní 2021 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Heiðar Birnir: Mikilvægt að halda hreinu
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra, fagnaði þremu stigum í dag með 3-0 sigrinum á Víking Ó en Vestri er nú með 12 stig í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  3 Vestri

Vladimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra og þá gerði Nacho Gil eitt mark.

Vestri er í ágætis málum í Lengjudeildinni og spiluðu fínan fótbolta en lentu í basli á köflum í síðari hálfleik.

„Það er eins og við förum í alla leiki. Við viljum taka stjórnina á leikjunum og spila okkar leik. Við viljum hafa tökin og það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki eins vel í seinni hálfleik og sérstaklega ekki í seinni hluta seinni hálfleiks en að öðru leyti gekk leikplanið upp," sagði Heiðar Birnir við Fótbolta.net.

„Það var mjög mikilvægt hjá okkur að halda hreinu. Við förum ánægðir heim og verðum klárir í næsta leik."

Diego Garcia, markvörður Vestra, meiddist í leiknum en hann átti frábæran leik fram að meiðslunum. Diego þurfti að fara af velli á 83. mínútu eftir að hann sneri sig á ökkla.

„Við vitum ekkert um meiðslin hjá honum. Við bara vonum það besta. Við erum heppnir að hafa tvoa góða markmenn og það kemur maður í manns stað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner