Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 19. júní 2021 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Heiðar Birnir: Mikilvægt að halda hreinu
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra, fagnaði þremu stigum í dag með 3-0 sigrinum á Víking Ó en Vestri er nú með 12 stig í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  3 Vestri

Vladimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra og þá gerði Nacho Gil eitt mark.

Vestri er í ágætis málum í Lengjudeildinni og spiluðu fínan fótbolta en lentu í basli á köflum í síðari hálfleik.

„Það er eins og við förum í alla leiki. Við viljum taka stjórnina á leikjunum og spila okkar leik. Við viljum hafa tökin og það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki eins vel í seinni hálfleik og sérstaklega ekki í seinni hluta seinni hálfleiks en að öðru leyti gekk leikplanið upp," sagði Heiðar Birnir við Fótbolta.net.

„Það var mjög mikilvægt hjá okkur að halda hreinu. Við förum ánægðir heim og verðum klárir í næsta leik."

Diego Garcia, markvörður Vestra, meiddist í leiknum en hann átti frábæran leik fram að meiðslunum. Diego þurfti að fara af velli á 83. mínútu eftir að hann sneri sig á ökkla.

„Við vitum ekkert um meiðslin hjá honum. Við bara vonum það besta. Við erum heppnir að hafa tvoa góða markmenn og það kemur maður í manns stað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir