Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   fim 19. júní 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Völsungur valtaði yfir Einherja
Kvenaboltinn
Mynd: Völsungur
Völsungur 8 - 1 Einherji
1-0 Coni Adelina Ion ('2 , Sjálfsmark)
2-0 Alba Closa Tarres ('9 )
3-0 Emma Lake Nicholson ('13 )
4-0 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('45 )
5-0 Emma Lake Nicholson ('45 )
6-0 Ísabella Anna Kjartansdóttir ('51 )
7-0 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('74 )
7-1 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('77 )
8-1 Katla Bjarnadóttir ('90 )

Völsungur er á toppnum með fullt hús stiga í 2. deild kvenna eftir að liðið slátraði Einherja, 8-1, á PCC-vellinum á Húsavík í gær.

Húsvíkingar röðuðu inn mörkunum í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom á 2. mínútu er Coni Adelina Ion stýrði boltanum í eigið net og þá skoraði Emma Lake Nicholson tvö á meðan Alba Tarres og Hallabríet Kristjánsdóttir voru með eitt.

Í síðari hálfleiknum skoraði Ísabella Anna Kjartansdóttir sjötta markið á 51. mínútu áður en Halla Bríet gerði annað mark sitt stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Oddný Karólína Hafsteinsdóttir náði í eitt sárabótarmark fyrir Einherja áður en Katla Bjarnadóttir rak síðasta naglann í kistu Einherja undir lokin.

Völsungur hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni og er á toppnum, með jafn mörg stig og Selfoss, en Völsungur með betri markatölu. Einherji er í 10. sæti með 4 stig.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 11 11 0 0 46 - 7 +39 33
2.    ÍH 10 8 1 1 53 - 14 +39 25
3.    Völsungur 10 7 0 3 40 - 19 +21 21
4.    Fjölnir 10 6 2 2 26 - 17 +9 20
5.    Álftanes 10 4 1 5 24 - 25 -1 13
6.    Vestri 10 4 1 5 19 - 28 -9 13
7.    Sindri 11 3 3 5 20 - 23 -3 12
8.    Dalvík/Reynir 10 3 2 5 21 - 21 0 11
9.    KÞ 10 3 2 5 15 - 30 -15 11
10.    ÍR 10 2 2 6 16 - 26 -10 8
11.    Einherji 10 2 2 6 16 - 33 -17 8
12.    Smári 10 0 0 10 1 - 54 -53 0
Athugasemdir
banner
banner