Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 19. nóvember 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum mjög vel og komust 1-0 yfir. Það er eitthvað sem við höfum verið að basla með, að vera 1-0 yfir. Mér finnst við falla of mikið til baka og hætta að spila. Það er það sem hefur verið að klikka hjá okkur. Það gerist hjá okkur heima gegn Tyrklandi og úti Úkraínu líka. Það er eitthvað sem við verðum að skoða algjörlega.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap gegn Wales í Cardiff í dag.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Jóhann segir að sóknarleikurinn sé á mjög góðum stað hjá landsliðinu en liðið þarf að laga varnarleikinn.

Þeir komast yfir 2-1 og svo fáum við fullt af færum til að jafna leikinn. Við höfum skorað helling af mörkum en við höfum líka verið að fá of mikið af mörkum á okkur. Það er auðvitað erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú ert að fá á þig mörg mörk í leik. En eins og ég segi að þá erum við gífurlega góðir fram á við en við þurfum að laga varnarleikinn núna.

Hvernig leggst þetta umspil í Jóa í mars?

Það er næst í mars þetta umspil. Við þurfum að sjá hvað lið við fáum og halda okkur uppi í B deildinni. Þegar við erum með okkar bestu leikmenn finnst mér vera mikill uppgangur á liðinu en við erum að klikka á smáatriðum sem því miður í þessum landsliðsfótbolta má ekki gerast.

Vill Jóhann Berg sjá Hareide áfram sem landsliðsþjálfara Íslands?

Mér hefur fundist vera flottur uppgangur á þessu. En við leikmenn verðum líka að taka það á kassann sem við höfum ekki verið að gera vel. Mér finnst leikirnir vel settir upp en við höfum aldrei verið með okkar besta lið sem er erfitt líka. En mér finnst Age hafa verið flottur og er búinn að búa til einhvern kúltúr hérna. En það er erfitt þegar þú ert ekki að vinna leiki og þá sérstaklega svona leiki. Komast í 1-0 en þá er það okkar á vellinum að gera betra.“ sagði Jóhann Berg að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner