Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
   þri 19. nóvember 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum mjög vel og komust 1-0 yfir. Það er eitthvað sem við höfum verið að basla með, að vera 1-0 yfir. Mér finnst við falla of mikið til baka og hætta að spila. Það er það sem hefur verið að klikka hjá okkur. Það gerist hjá okkur heima gegn Tyrklandi og úti Úkraínu líka. Það er eitthvað sem við verðum að skoða algjörlega.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, eftir 4-1 tap gegn Wales í Cardiff í dag.


Lestu um leikinn: Wales 4 -  1 Ísland

Jóhann segir að sóknarleikurinn sé á mjög góðum stað hjá landsliðinu en liðið þarf að laga varnarleikinn.

Þeir komast yfir 2-1 og svo fáum við fullt af færum til að jafna leikinn. Við höfum skorað helling af mörkum en við höfum líka verið að fá of mikið af mörkum á okkur. Það er auðvitað erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú ert að fá á þig mörg mörk í leik. En eins og ég segi að þá erum við gífurlega góðir fram á við en við þurfum að laga varnarleikinn núna.

Hvernig leggst þetta umspil í Jóa í mars?

Það er næst í mars þetta umspil. Við þurfum að sjá hvað lið við fáum og halda okkur uppi í B deildinni. Þegar við erum með okkar bestu leikmenn finnst mér vera mikill uppgangur á liðinu en við erum að klikka á smáatriðum sem því miður í þessum landsliðsfótbolta má ekki gerast.

Vill Jóhann Berg sjá Hareide áfram sem landsliðsþjálfara Íslands?

Mér hefur fundist vera flottur uppgangur á þessu. En við leikmenn verðum líka að taka það á kassann sem við höfum ekki verið að gera vel. Mér finnst leikirnir vel settir upp en við höfum aldrei verið með okkar besta lið sem er erfitt líka. En mér finnst Age hafa verið flottur og er búinn að búa til einhvern kúltúr hérna. En það er erfitt þegar þú ert ekki að vinna leiki og þá sérstaklega svona leiki. Komast í 1-0 en þá er það okkar á vellinum að gera betra.“ sagði Jóhann Berg að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner