Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 21. apríl 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallur Flosa spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum
Hallur Flosason hér með vini sínum, Árna Snæ Ólafssyni.
Hallur Flosason hér með vini sínum, Árna Snæ Ólafssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur spáir því að Arsenal komist aftur á sigurbraut.
Hallur spáir því að Arsenal komist aftur á sigurbraut.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Kaoru Mitoma.
Kaoru Mitoma.
Mynd: Getty Images
Birkir Már Sævarsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hallur Flosason, fyrrum leikmaður ÍA og Aftureldingar, spáir í leikina sem fara fram um helgina.

Arsenal 3 - 0 Southampton (19:00 í kvöld)
Mínir menn koma sterkir til baka eftir síðustu tvo leiki. Komast í 2-0 í fyrri, en missa það ekki niður heldur bæta við í seinni og klára þetta.

Fulham 1 - 1 Leeds (11:30 á morgun)
Leiðinlegur leikur sem endar með 1-1 jafntefli.

Brentford 1 - 2 Aston Villa (14:00 á morgun)
Fátt sem stoppar Unai's army þessa dagana en Astona Villa siglir þessum leik 1-2. Ollie Watkins setur eitt og leggur annað upp. Ben Mee skorar fyrir Brentford.

Crystal Palace 2 - 1 Everton (14:00 á morgun)
Palace vinnur þennan á heimavelli og heldur áfram góðu gengi undir stjórn Hodgson. Olise og Eze skora fyrir Palace en besti leikmaður Everton, Iwobi setur eitt.

Leicester 1 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Þetta verður ekki leikur fyrir augað en Leicester siglir þessu með slummu frá Maddison.

Liverpool 4 - 0 Nottingham Forest (14:00 á morgun)
Þetta verður slátrun. Gakpo með eitt, Jota með eitt og Salah með tvennu. Þeir tileinka Kristni Helgasyni sigurinn, sem er harðasti Liverpool maður landsins.

Bournemouth 2 - 1 West Ham (13:00 á sunnudag)
Bournemouth tekur þennan. Solanke með tvennu og Bowen setur eitt.

Newcastle 1 - 0 Tottenham (13:00 á sunnudag)
Þetta verður leiðinlegur en auðveldur sigur fyrir Newcastle sem eru óðir eftir síðasta leik. Þeir taka þetta 1-0 með slummu frá Trippier beint úr aukaspyrnu.

Enski bikarinn
Hallur spáir líka í enska bikarinn en undanúrslitin í þeirri keppni fara fram um helgina.

Man City 4 - 0 Sheffield United (15:45 á laugardag)
City fer þægilega áfram. Alvarez startar og setur 2-3.

Brighton 2 - 1 Man Utd (15:30 á sunnudag)
Brighton mætir snaróðum United mönnum sem eru nýbúnir að vera pakkað saman af Sevilla. Mitoma setur eitt eftir jöfnu úr fræðibókunum og MacAllister skorar úr víti sem Welbeck fiskar. Harry Maguire skorar eftir horn ef hann fær traustið.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Kristján Atli - 5 réttir
Birkir Már Sævarsson - 2 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Er hausinn farinn hjá toppliðinu?
Athugasemdir
banner