Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 21. maí 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Þórarinn Ingi hrósar ungu strákunum - „Þeir eru að standa sig frábærlega"
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var hress eftir 2-0 sigur liðsins á KA á Dalvíkurvelli í Bestu deildinni í dag en hann hrósaði ungu leikmönnum í hástert.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni á bragðið með frábæru marki áður en Emil Atlason tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þórarinn var afar ánægður með vinnsluna á liðinu í dag og hrósaði ungu leikmönnunum.

„Ég er hrikalega sáttur. Þetta var hörkuleikur en við vörðumst hrikalega vel í dag og allt liðið á skilið heiður fyrir það að koma hingað, halda hreinu og skora tvö mörk. Ég gæti ekki verið sáttari."

„Við fundum eitthvað pláss þegar við náðum einherju spili en fórum ósjálfrátt að verja eitthvað í seinni hálfleik með 1-0, en síðan þegar við náðum að setja annað mark þá auðveldaði það okkur lífið en vinnslan á liðinu var til fyrirmyndar í dag."

„Þetta er hrikalega gaman og við erum með geggjaða blöndu í liðinu, gömlu og ungu. Þeir eru að standa sig frábærlega. Vinnan í þeim auðveldar okkur lífið töluvert,"
sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir KA.

Vegna tæknilegra örðuleika verður þetta eina viðtalið úr leiknum sem birtist hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner