Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 21. maí 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Þórarinn Ingi hrósar ungu strákunum - „Þeir eru að standa sig frábærlega"
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var hress eftir 2-0 sigur liðsins á KA á Dalvíkurvelli í Bestu deildinni í dag en hann hrósaði ungu leikmönnum í hástert.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni á bragðið með frábæru marki áður en Emil Atlason tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þórarinn var afar ánægður með vinnsluna á liðinu í dag og hrósaði ungu leikmönnunum.

„Ég er hrikalega sáttur. Þetta var hörkuleikur en við vörðumst hrikalega vel í dag og allt liðið á skilið heiður fyrir það að koma hingað, halda hreinu og skora tvö mörk. Ég gæti ekki verið sáttari."

„Við fundum eitthvað pláss þegar við náðum einherju spili en fórum ósjálfrátt að verja eitthvað í seinni hálfleik með 1-0, en síðan þegar við náðum að setja annað mark þá auðveldaði það okkur lífið en vinnslan á liðinu var til fyrirmyndar í dag."

„Þetta er hrikalega gaman og við erum með geggjaða blöndu í liðinu, gömlu og ungu. Þeir eru að standa sig frábærlega. Vinnan í þeim auðveldar okkur lífið töluvert,"
sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir KA.

Vegna tæknilegra örðuleika verður þetta eina viðtalið úr leiknum sem birtist hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir