Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mán 21. júní 2021 20:17
Helga Katrín Jónsdóttir
Andri Hjörvar: Mjög gott að koma á Valsvöll og ná í stig
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók á móti Þór/KA í 7. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var ánægður með stigið:

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Þór/KA

„Ég er ánægður með baráttuandann og vinnusemina, eitt stig er eitt stig, þrjú hefði verið betra en okkur veitir ekki af stigum í baráttunni. En að koma hingað á Valsvöll og ná í stig er mjög gott og ég er afskaplega ánægður og stoltur af stelpunum.“

„Valur er með leikmenn í hæsta gæðaflokki í öllum stöðum og það sem við vildum gera er að vera þéttar á ákveðnum svæðum á vellinum. Við vitum nokkurn veginn hvernig Valur vill spila fram á við og við reyndum að loka í ákveðin svæði og á ákveðna leikmenn og þar er Elín Metta fremst í flokki. Mér fannst við gera það nokkuð vel. Við neyddum Valsmenn oft í erfiða bolta sem virkaði í dag. Við hefðum kannski mátt vera betri sóknarlega séð.“

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann m.a. um leikinn gegn Fylki í næstu umferð sem er mikilvægur slagur í botnbaráttunni.
Athugasemdir
banner