Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
banner
   mán 21. júní 2021 20:17
Helga Katrín Jónsdóttir
Andri Hjörvar: Mjög gott að koma á Valsvöll og ná í stig
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tók á móti Þór/KA í 7. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var ánægður með stigið:

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Þór/KA

„Ég er ánægður með baráttuandann og vinnusemina, eitt stig er eitt stig, þrjú hefði verið betra en okkur veitir ekki af stigum í baráttunni. En að koma hingað á Valsvöll og ná í stig er mjög gott og ég er afskaplega ánægður og stoltur af stelpunum.“

„Valur er með leikmenn í hæsta gæðaflokki í öllum stöðum og það sem við vildum gera er að vera þéttar á ákveðnum svæðum á vellinum. Við vitum nokkurn veginn hvernig Valur vill spila fram á við og við reyndum að loka í ákveðin svæði og á ákveðna leikmenn og þar er Elín Metta fremst í flokki. Mér fannst við gera það nokkuð vel. Við neyddum Valsmenn oft í erfiða bolta sem virkaði í dag. Við hefðum kannski mátt vera betri sóknarlega séð.“

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann m.a. um leikinn gegn Fylki í næstu umferð sem er mikilvægur slagur í botnbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner