Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   lau 21. ágúst 2021 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Hann bara sló í hnakkann á Jóhanni
Davíð Þór Viðarsson
Davíð Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega sáttur þetta var mjög vel spilaður leikur af okkar hálfu sérstaklega eftir fyrstu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þá náðum við góðum tökum á leiknum og vorum að ógna þeim þokkalega. Náum inn þessu marki rétt fyrir hlé en svo hélt þetta bara áfram í seinni hálfleik en varð auðvitað mun auðveldara eftir að þeir misstu mann af velli.“ Sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 5-0 sigur FH á Keflavík fyrr í dag inntur eftir sínum fyrstu viðbrögðum.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 FH

Umdeilt atvik átti sér stað eftir um 75 mínútna leik þegar Nacho Heras varnarmaður Keflavíkur fékk að líta beint rautt spjald. Mikill hiti skapaðist á bekk FH við atvikið en um rauða spjaldið og hvað leiddi til þess sagði Davíð.

„Hann bara sló í hnakkann á Jóhanni Ægi þannig að ég held að það hafi ekki verið hægt að gera neitt annað en að gefa rautt spjald þarna.“

Annan leikinn í röð skorar FH fimm mörk á andstæðinga sína og virðast þjálfararnir loksins hafa hitt á réttu blönduna en talsverður óstöðugleiki hefur einkennt leik FH framan af móti.

„Það hefði verið gott að byrja aðeins fyrr á þessu og vera í baráttu þarna í efri hlutanum sem við erum því miður ekki. En við þurfum að huga að því að enda þetta tímabil eins vel og við mögulega getum og taka það með okkur inn í næsta tímabil.“

Sagði Davíð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner