Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bristol City hvort stuðningsmenn hafi verið með rasisma
Mynd: Getty Images
Bristol City er að rannsaka það hvort stuðningsmenn liðsins hafi verið með kynþáttafordómar í 3-0 tapinu gegn Luton í Championship-deildinni á laugardag.

Bristol City sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn og í henni sagði að félagið fordæmdi alla fordóma.

Leikur Haringey og Yeovil í FA-bikarnum var hætt eftir að markvörður Haringey varð fyrir rasísku aðkasti.

Í yfirlýsingu Bristol City sagði: „Gripið verður til aðgerða gegn þeim sem eru með kynþáttafordóma á leikjum Bristol City, gegn þeim sem hafa keypt miða eða ársmiða hjá félaginu."

„Félagið er núna að rannsaka málið og getum við fullvissað stuðningsmenn um að gripið verði til viðeigandi aðgerða."

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að yfirvöld verði látin vita.

Sjá einnig:
Kynþáttaníð á Ítalíu og í Skotlandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner