Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 22. janúar 2021 22:44
Victor Pálsson
Gunnar Einars: Úrslitin ekki aðalatriðið á þessum tímapunkti
Mynd: Víkingur Ó.
Gunnar Einarsson sá sína menn í Víking Ólafsvík tapa stórt í kvöld er liðið mætti Njarðvík í Fótbolta.net mótinu.

Gunnar er enn að smala saman liði í Ólafsvík en liðið þurfti að sætta sig við 5-1 tap gegn Njarðvík í Reykjaneshöllinni.

Það er ekki langt síðan Gunnar tók við keflinu í Ólafsvík en hann var ráðinn þjálfari liðsins í lok nóvember síðastliðinn.

„Við höfum ekki spilað fótbolta á þriðja mánuð og þetta er leikur númer tvö hjá okkur. Við höfum verið að róteita á mörgum leikmönnum og vorum nánast komnir með nýtt lið í seinni hálfleikinn," sagði Gunnar um leikinn.

„Við erum að stíga til jarðar og forðast meiðsli, okkar hópur er ekki svo stór. Úrslitin voru ekki fögur en það er ekki aðalatriðið á þessum tímapunkti."

„Það hefur verið þannig síðastliðin ár að það er liðið sem kemur inn þegar mótið hefst sem gildir. Ég ætla að reyna að móta kjarnann í liðinu fyrr og við erum að skoða á fullu. Við erum að leita og skoða inn á markaðinn."

Gunnar tekur svo fram að frambærir íslenskir leikmenn séu í fyrirrúmi og gæti liðið styrkt sig á komandi vikum og mánuðum.

Nánar er rætt við Gunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir