mið 22. september 2021 17:30
Ástríðan
Bestur í 3. deild: Fengu tvö mörk á sig þegar allt var undir
 Jóhann Ólafur Jóhannsson.
Jóhann Ólafur Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður 22. umferðar í 3. deild karla, síðustu umferðar deildarinnar, að mati Ástríðunnar er Jóhann Ólafur Jóhannsson, leikmaður KFG í Garðabæ.

Hann skoraði þrennu í 4-2 sigri gegn Sindra í lokaumferðinni en KFG var hársbreidd frá því að komast upp. Ægir komst upp á fleiri skoruðum mörkum en KFG.

„Hann skoraði þrennu og gerði virkilega vel," segir Sverrir Mar Smárason.

Eins og áður segir var KFG einu marki frá því að komast upp. Liðið var 4-0 yfir gegn Sindra en fékk á sig tvö mörk í lokin sem gerðu að verkum að Garðabæjarliðið komst ekki upp.

Í Ástríðunni segir að liðið hafi fengið það í bakið í lokin hversu varnarsinnað það er búið að vera í sumar.

„Þetta lið sem er svo innilega hatað af öðrum liðum í deildinni. Ég held að við séum einu mennirnir sem bera minnstu virðingu fyrir þessu liði. Þeir spila svo boring fótbolta og eru pirrandi lið því þeir eru svo effektívir. Þeir gerðu einhver þrjú 0-0 jafntefli í röð og skora bara þegar þeir þurfa þess," segir Gylfi Tryggvason.

„Ég held að margir séu fagnandi því að það hafi komið í bakið á þeim að skora bara þegar þeir þurfa. Þeir hafa verið þéttir varnarlega og bara fengið 24 mörk á sig, langfæst allra í deildinni. Að þetta lið hafi fengið tvö mörk á sig í lokin þegar allt var undir, það skil ég ekki fyrir mitt litla líf. Þetta myndi stinga mig í hjartað sem leikmaður eða þjálfari KFG."

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
12. umferð: Dimitrije Cokic (Ægir)
13. umferð: Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG)
17. umferð: Andri Jónasson (ÍH)
18. umferð: Ismael Yann Trevor (Einherji)
19. umferð: Manuel Garcia Mariano (Höttur/Huginn)
20. umferð: Frans Sigurðsson (KFS)
21. umferð: Örvar Logi Örvarsson (KFG)
Ástríðan - Síðasta yfirferð sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner