Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því núna áðan að Chelsea sé að fara að leggja fram formlegt tilboð í Alejandro Garnacho.
Chelsea hefur mikinn áhuga á því að klófesta argentínska kantmanninn.
Chelsea hefur mikinn áhuga á því að klófesta argentínska kantmanninn.
Manchester United er að biðja um 70 milljónir evra til þess að selja Garnacho.
Man Utd hafnaði á dögunum 50 milljón evra tilboði frá Napoli.
Garnacho er aðeins tvítugur en Man Utd gæti selt hann þar sem hann er uppalinn og myndi sala á honum teljast sem hreinn gróði í bókhaldinu. Gæti það hjálpað félaginu að standast fjárhagsreglur.
Garnacho hefur á þessu tímabili spilað 32 leiki og skorað átta mörk.
Athugasemdir