Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 23. júlí 2024 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Besti leikmaður undanúrslitanna í bikarnum.
Besti leikmaður undanúrslitanna í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mjög góð stemning þegar KA lagði Val.
Mjög góð stemning þegar KA lagði Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel og Gylfi í bafráttunni.
Daníel og Gylfi í bafráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA lagði Víking um liðna helgi.
KA lagði Víking um liðna helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var ógeðslega skemmtilegur leikur. Það var gaman að sjá hvað það voru ógeðslega margir í stúkunni, fáránlega mikil stemning og ég held að það hafi hjálpað okkur mikið. Þetta var ógeðslega gaman," sagði Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net í dag.

Daníel var besti leikmaður undanúrslita Mjólkurbikarsins að mati Fótbolta.net en hann skoraði eitt mark og átti þátt í hinum tveimur þegar KA vann 3-2 sigur gegn Val í snemma í þessum mánuði. Með sigrinum tryggði KA sér sæti í sjálfum úrslitaleiknum annað árið í röð. Daníel er þriðji uppaldi KA maðurinn til að fá þessa nafnbót í ár, fylgir á eftir þeim Bjarna Aðalsteinssyni og Frosta Brynjólfssyni.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

„Það er skemmtilegt að fara í bikarúrslit, það var skemmtilegt síðast en hefði mátt fara betur. Við stefnum á að vinna titilinn núna. Það kemur endalaust af KA fólki á völlinn og þetta verður geggjað. Það væri langbest ef leikurinn getur farið fram 23. ágúst," sagði Daníel en óvíst er hvort leikurinn geti farið fram þá. Víkingur verður andstæðingur KA í bikarúrslitunum annað árið í röð og fer það eftir árangri Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar hvort að leikurinn geti farið fram 23. ágúst.

„Við spiluðum vel í leiknum gegn Val. Við breyttum um kerfi, höfðum spilað það leikkerfi áður í sumar en þá gekk það ekki vel. Þetta sýndi að það er ekkert endilega bara kerfið sem skiptir máli. Það er líka hungrið; viljinn til að vinna. Við vorum vel stemmdir. Ég datt inn í leikinn svona á 25. mínútu, þeir voru aðeins með boltann (fram að því). Ég var bara rólegur á boltann eins og ég er alltaf. Stundum gengur þetta aðeins betur. Ég veit alveg að ég er góður í fótbolta og það hjálpar alltaf þegar markið dettur inn, þá taka menn extra vel eftir manni."

Skiptir mestu máli hvort liðið vill sigurinn meira
Hvernig leggst það í Daníel að mæta Víkingi aftur?

„Auðvitað eru þeir frábærir og kunna alveg að vinna þennan bikar. En hver sem andstæðingur væri, það verður alltaf hörkuleikur. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik þar sem öðru liðinu er drullusama hvernig leikurinn fer. Þetta verður barátta og í svona leikjum skiptir kannski aðeins minna máli hvað menn geta í fótbolta eða hversu gott liðið er, heldur hversu mikið menn vilja vinna."

Fáránlega vel gert hjá strákunum
KA lagði Víking um liðna helgi í Bestu deildinni. Daníel tók út leikbann í þeim leik.

„Það var bara skemmtilegt að fylgjast með þeim leik. Það er búinn að vera góður baráttuandi í okkur Þeir fengu helling af færum en við eigum alveg inni nokkur mörk. Við vorum xG kóngarnir í byrjun tímabilsins. Þetta var bara fáránlega vel gert hjá strákunum. Maður hafði alveg trú á því að markið myndi detta inn. Þetta var ógeðslega mikilvægur sigur, við erum á góðu skriði og viljum halda því áfram."

„Maður reynir að vera í sama gír þótt maður sé í banni og ekki að fara spila. Maður er í fókus og sýnir þeim virðingu sem eru að fara byrja leikinn með því að vera ekki í einhverju rugli. Maður gerir þetta almennilega þó svo að maður sé ekki að fara spila leikinn. Maður vill að allir séu toppstandi, breytir ekki voða miklu á æfingunum í vikunni, tekur kannski aðeins meira til að eiga inni eitthvað gott um helgina."


Með mörkum kemur meira umtal
Daníel, sem er 24 ára, hefur verið einn besti leikmaður KA á tímabilinu. Miðjumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í deildinni og tvö í bikarnum.

„Ég er nokkuð ánægður með sumarið hingað til, úinn að spila hörku fína leiki inn á milli, verið nokkuð stöðugt. Við byrjuðum ekki vel í mótinu, en ég var nokkuð sáttur með sjálfan mig þannig séð. Þegar leikir tapast þá litast frammistaðan dálítið af því. Það er líka fínt þegar mörkin detta inn, þá kemur auka sjálfstraust og meira umtal. Mér finnst ég hafa spilað fínt í gegnum árin, en hefur kannski aðeins vantað upp á mörkin. Þó að ég hafi ekki verið að spila fremstu stöðu, þá mættu mörkin vera nokkur í viðbót."

Setti persónulegt met á golfvellinum
Í lok viðtals var Daníel svo spurður út í spilamennsku sína á Jaðarsvelli en Daníel fór hringinn á 67 höggum í gær sem er ansi gott.

„Þetta var mjög gott í gær. Ég er með mikið keppnisskap á vellinum en jafnvel meira í golfinu - bara á sjálfan mig. Ég sló persónulegt met í gær, var orðinn mjög stressaður í endann. Ég heyrði að vallarmetið séu 63 högg, er fjórum höggum frá. Ég stefni á það einhvern tímann," sagði Daníel.

Við leit á Google þá kemur í ljós að þeir Aron Snær Júlíusson og Tumi Hrafn Kúld eiga vallarmetið á Jaðarsvelli. Þeir hafa farið holurnar 18 á 64 höggum.

Athugasemdir
banner
banner