Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   fös 23. september 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Þeir vita alveg að við erum ekki hættir
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er viss um að liðið eigi eftir að klára Tékkland í síðari leik liðanna í umspili fyrir Evrópumótið, en þetta sagði hann eftir 2-1 tapið á Víkingsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland komst í forystu á 26. mínútu eftir vítaspyrnu Sævars Atla Magnússonar en Tékkar jöfnuðu átta mínútum síðar og gerði liðið svo sigurmarkið um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Davíð sá margt jákvætt í leik sinna manna og ætlast til þess að leikmenn klári þá dæmið.

„Kannski ekki það sem við lögðum upp með en þetta er staðan og þetta getur gerst og það góða í þessu er að þetta eru úrslitaleikir og þetta eru hörkuleikir. Við fáum annan séns og við förum út og klárum þetta."

„Nei, ekkert endilega á því. Þetta var jafnt. Við áttum kafla og þeir áttu kafla og í lokin áttum við algjört móment með okkur til að jafna leikinn og ég hefði viljað sjá það. Við þurftum ekki að tapa þessu."

„Það kom kafli þar sem við vorum að reyna að ýta okkur aðeins ofar og svo kom það í lokin. Þeir sem komu inná gerðu það virkilega vel, kraftur og það er það sem við þurfum frá þeim sem koma inn. Það veitir á gott hvernig við kláruðum leikinn."

„Fyrra markið er eitthvað sem gerist. Við erum að verjast föstu leikatriðið og svo nær hann smá 'runni' og nær góðu skoti. Svo kemur cross í seinna og við viljum verjast því, það er klárt. Maður er alltaf svekktur að fá á sig mörk."


Næst á dagskrá er seinni leikurinn gegn Tékkum en en hann er spilaður ytra á þriðjudag.

„Þú getur alltaf valið þér hugarfarið. Þú getur alltaf valið hvaða hugarfar þú ætlar að setja í þetta því þetta er opið og við förum til Tékklands og klárum þetta. Þeir vita alveg að við erum ekki hættir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner