Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fös 23. september 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Þeir vita alveg að við erum ekki hættir
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er viss um að liðið eigi eftir að klára Tékkland í síðari leik liðanna í umspili fyrir Evrópumótið, en þetta sagði hann eftir 2-1 tapið á Víkingsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland komst í forystu á 26. mínútu eftir vítaspyrnu Sævars Atla Magnússonar en Tékkar jöfnuðu átta mínútum síðar og gerði liðið svo sigurmarkið um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Davíð sá margt jákvætt í leik sinna manna og ætlast til þess að leikmenn klári þá dæmið.

„Kannski ekki það sem við lögðum upp með en þetta er staðan og þetta getur gerst og það góða í þessu er að þetta eru úrslitaleikir og þetta eru hörkuleikir. Við fáum annan séns og við förum út og klárum þetta."

„Nei, ekkert endilega á því. Þetta var jafnt. Við áttum kafla og þeir áttu kafla og í lokin áttum við algjört móment með okkur til að jafna leikinn og ég hefði viljað sjá það. Við þurftum ekki að tapa þessu."

„Það kom kafli þar sem við vorum að reyna að ýta okkur aðeins ofar og svo kom það í lokin. Þeir sem komu inná gerðu það virkilega vel, kraftur og það er það sem við þurfum frá þeim sem koma inn. Það veitir á gott hvernig við kláruðum leikinn."

„Fyrra markið er eitthvað sem gerist. Við erum að verjast föstu leikatriðið og svo nær hann smá 'runni' og nær góðu skoti. Svo kemur cross í seinna og við viljum verjast því, það er klárt. Maður er alltaf svekktur að fá á sig mörk."


Næst á dagskrá er seinni leikurinn gegn Tékkum en en hann er spilaður ytra á þriðjudag.

„Þú getur alltaf valið þér hugarfarið. Þú getur alltaf valið hvaða hugarfar þú ætlar að setja í þetta því þetta er opið og við förum til Tékklands og klárum þetta. Þeir vita alveg að við erum ekki hættir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner