Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 23. september 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Þeir vita alveg að við erum ekki hættir
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er viss um að liðið eigi eftir að klára Tékkland í síðari leik liðanna í umspili fyrir Evrópumótið, en þetta sagði hann eftir 2-1 tapið á Víkingsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland komst í forystu á 26. mínútu eftir vítaspyrnu Sævars Atla Magnússonar en Tékkar jöfnuðu átta mínútum síðar og gerði liðið svo sigurmarkið um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Davíð sá margt jákvætt í leik sinna manna og ætlast til þess að leikmenn klári þá dæmið.

„Kannski ekki það sem við lögðum upp með en þetta er staðan og þetta getur gerst og það góða í þessu er að þetta eru úrslitaleikir og þetta eru hörkuleikir. Við fáum annan séns og við förum út og klárum þetta."

„Nei, ekkert endilega á því. Þetta var jafnt. Við áttum kafla og þeir áttu kafla og í lokin áttum við algjört móment með okkur til að jafna leikinn og ég hefði viljað sjá það. Við þurftum ekki að tapa þessu."

„Það kom kafli þar sem við vorum að reyna að ýta okkur aðeins ofar og svo kom það í lokin. Þeir sem komu inná gerðu það virkilega vel, kraftur og það er það sem við þurfum frá þeim sem koma inn. Það veitir á gott hvernig við kláruðum leikinn."

„Fyrra markið er eitthvað sem gerist. Við erum að verjast föstu leikatriðið og svo nær hann smá 'runni' og nær góðu skoti. Svo kemur cross í seinna og við viljum verjast því, það er klárt. Maður er alltaf svekktur að fá á sig mörk."


Næst á dagskrá er seinni leikurinn gegn Tékkum en en hann er spilaður ytra á þriðjudag.

„Þú getur alltaf valið þér hugarfarið. Þú getur alltaf valið hvaða hugarfar þú ætlar að setja í þetta því þetta er opið og við förum til Tékklands og klárum þetta. Þeir vita alveg að við erum ekki hættir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner