Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 23. september 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Þeir vita alveg að við erum ekki hættir
Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, er viss um að liðið eigi eftir að klára Tékkland í síðari leik liðanna í umspili fyrir Evrópumótið, en þetta sagði hann eftir 2-1 tapið á Víkingsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísland komst í forystu á 26. mínútu eftir vítaspyrnu Sævars Atla Magnússonar en Tékkar jöfnuðu átta mínútum síðar og gerði liðið svo sigurmarkið um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Davíð sá margt jákvætt í leik sinna manna og ætlast til þess að leikmenn klári þá dæmið.

„Kannski ekki það sem við lögðum upp með en þetta er staðan og þetta getur gerst og það góða í þessu er að þetta eru úrslitaleikir og þetta eru hörkuleikir. Við fáum annan séns og við förum út og klárum þetta."

„Nei, ekkert endilega á því. Þetta var jafnt. Við áttum kafla og þeir áttu kafla og í lokin áttum við algjört móment með okkur til að jafna leikinn og ég hefði viljað sjá það. Við þurftum ekki að tapa þessu."

„Það kom kafli þar sem við vorum að reyna að ýta okkur aðeins ofar og svo kom það í lokin. Þeir sem komu inná gerðu það virkilega vel, kraftur og það er það sem við þurfum frá þeim sem koma inn. Það veitir á gott hvernig við kláruðum leikinn."

„Fyrra markið er eitthvað sem gerist. Við erum að verjast föstu leikatriðið og svo nær hann smá 'runni' og nær góðu skoti. Svo kemur cross í seinna og við viljum verjast því, það er klárt. Maður er alltaf svekktur að fá á sig mörk."


Næst á dagskrá er seinni leikurinn gegn Tékkum en en hann er spilaður ytra á þriðjudag.

„Þú getur alltaf valið þér hugarfarið. Þú getur alltaf valið hvaða hugarfar þú ætlar að setja í þetta því þetta er opið og við förum til Tékklands og klárum þetta. Þeir vita alveg að við erum ekki hættir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner