Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   sun 24. september 2023 17:41
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Ómari í dag þegar lokaflautið gall
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Ómari í dag þegar lokaflautið gall
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ómar Jóhannsson úr þjálfaraliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur liðsins á HK í dag. Sigurinn markaði enda á ansi langa bið fyrir lið Keflavíkur sem hafði ekki unnið sigur í Bestu deildinni frá því í fyrstu umferð þann 10,apríl síðastliðinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

„Mér finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna. Höfum átt nokkra fína leiki í bland allavega myndi ég segja. Í dag náðum við að tengja frá fyrstu til síðustu mínútu góða vinnu og skapa nóg til þess að vinna.“ Sagði Ómar um hvað hafi búið að baki sigrinum.

Það hefur verið mikið vandamál hjá Keflavík að halda forystu í leikjum sínum í sumar og liðið oft á tíðum fengið mark á sig mjög fljótlega eftir að hafa komist yfir. Slíkt var upp á teningnum líka í dag en aðeins um tvær mínútur liðu milli þess sem Keflavík skoraði fyrsta mark leiksins og HK hafði jafnað. Reyndist þó ekki jafn dýrt og oft áður í dag þar sem Keflvíkingar sýndu karakter og komust yfir á ný áður en að hálfleikurinn var úti.

„Hvað á maður að segja? Við erum kannski orðnir pínu vanir þessu og það var ekkert annað í boði en að halda bara áfram og þeir gerðu það vel strákarnir. Þeir lögðu sig alla í verkefnið og þá vinnur þú leikinn allavega stöku sinnum ef þú ert með þokkalegt plan og menn leggja sig fram.“

Sigurinn gerir það að verkum að Keflavík á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni þó raunhæft séu líkurnar alls ekki með þeim.

„Við reynum bara að vinna næsta leik og tökum stöðuna þá. Við erum ekkert að fara framúr okkur hérna. Mjög ljúft og gaman að vinna leik en við höldum báðum fótum á jörðinni og það er alveg klárt mál að við þurfum að eiga viðlíka frammistöðu í næsta leik til þess að fá eitthvað út úr honum.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner