Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 24. september 2023 17:41
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Ómari í dag þegar lokaflautið gall
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Ómari í dag þegar lokaflautið gall
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ómar Jóhannsson úr þjálfaraliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur liðsins á HK í dag. Sigurinn markaði enda á ansi langa bið fyrir lið Keflavíkur sem hafði ekki unnið sigur í Bestu deildinni frá því í fyrstu umferð þann 10,apríl síðastliðinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

„Mér finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna. Höfum átt nokkra fína leiki í bland allavega myndi ég segja. Í dag náðum við að tengja frá fyrstu til síðustu mínútu góða vinnu og skapa nóg til þess að vinna.“ Sagði Ómar um hvað hafi búið að baki sigrinum.

Það hefur verið mikið vandamál hjá Keflavík að halda forystu í leikjum sínum í sumar og liðið oft á tíðum fengið mark á sig mjög fljótlega eftir að hafa komist yfir. Slíkt var upp á teningnum líka í dag en aðeins um tvær mínútur liðu milli þess sem Keflavík skoraði fyrsta mark leiksins og HK hafði jafnað. Reyndist þó ekki jafn dýrt og oft áður í dag þar sem Keflvíkingar sýndu karakter og komust yfir á ný áður en að hálfleikurinn var úti.

„Hvað á maður að segja? Við erum kannski orðnir pínu vanir þessu og það var ekkert annað í boði en að halda bara áfram og þeir gerðu það vel strákarnir. Þeir lögðu sig alla í verkefnið og þá vinnur þú leikinn allavega stöku sinnum ef þú ert með þokkalegt plan og menn leggja sig fram.“

Sigurinn gerir það að verkum að Keflavík á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni þó raunhæft séu líkurnar alls ekki með þeim.

„Við reynum bara að vinna næsta leik og tökum stöðuna þá. Við erum ekkert að fara framúr okkur hérna. Mjög ljúft og gaman að vinna leik en við höldum báðum fótum á jörðinni og það er alveg klárt mál að við þurfum að eiga viðlíka frammistöðu í næsta leik til þess að fá eitthvað út úr honum.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner