Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í ÍA féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld. Þeir töpuðu fyrir Fimleikafélaginu úr Hafnarfirði, 1-0.
ÍA er á toppi Inkasso-deildarinnar en FH er að berjast á toppnum í Pepsi-deildinni. Skagamenn geta verið stoltir af því hvernig þeir spiluðu í kvöld.
„Fyrri hálfleikurinn spilaðist ekki eins og við vildum. Þegar seinni hálfleikurinn héldum við boltanum mikið betur, færðum FH liðið, komumst í ágætis stöður og sköpuðum okkur færi til að jafna leikinn," sagði Jóhannes Karl, þjálfari ÍA.
ÍA er á toppi Inkasso-deildarinnar en FH er að berjast á toppnum í Pepsi-deildinni. Skagamenn geta verið stoltir af því hvernig þeir spiluðu í kvöld.
„Fyrri hálfleikurinn spilaðist ekki eins og við vildum. Þegar seinni hálfleikurinn héldum við boltanum mikið betur, færðum FH liðið, komumst í ágætis stöður og sköpuðum okkur færi til að jafna leikinn," sagði Jóhannes Karl, þjálfari ÍA.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 FH
„Það sló okkur út af laginu að FH skyldi skora svona snemma, það er alltaf erfitt að koma til baka. Við ræddum um það í hléinu að við þyrftum að hafa trú á verkefninu, trú á því að við gætum slegið FH út. Strákarnir sýndu það með gæðum, spilamennsku og vinnusemi að þeir hefðu getað jafnað leikinn. Þegar leið á fannst mér FH-ingarnir virka þreyttir og það hefði verið agalega gaman að jafna og setja pressu á FH undir lokin."
Viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Jóhannes nánar um möguleika ÍA í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir























