
„Það var mjög gaman að vinna og koma til baka eftir bikarleikinn. Við erum mjög ánægðar með þetta,“ sagði Thelma Lóa Hermannsdóttir, leikmaður Fylkis, eftir 2-1 sigur á Þrótti fyrr í kvöld. Thelmu Lóu fannst sigurinn sanngjarn en fannst Fylkisliðið þó ekki eiga sinn besta leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Fylkir
„Við vorum meira og minna með boltann og við höfum alveg átt betri leik, en sigur er sigur.“
Thelma Lóa spilaði vel í kvöld og skoraði meðal annars frábært mark en þetta var að öllum líkindum kveðjuleikur hennar með Fylki í Inkasso-deildinni í sumar.
„Ég er að fara út til Bandaríkjanna. Ég held að þetta sé síðasti leikurinn minn en ég er ekki alveg viss.“
Aðspurð um skólann segist Thelmu lítast vel á aðstæður og það sem hún hefur heyrt.
„Hann er í Flórída. Ásta Eir í Breiðablik var í honum. Ég hlakka mjög til og líst vel á þetta,“ sagði Thelma Lóa meðal annars en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir