Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   mið 25. júlí 2018 21:42
Mist Rúnarsdóttir
Thelma Lóa á leið til Flórída: Líst vel á þetta
Kvenaboltinn
Thelma Lóa kvaddi Fylkiskonur með marki
Thelma Lóa kvaddi Fylkiskonur með marki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Það var mjög gaman að vinna og koma til baka eftir bikarleikinn. Við erum mjög ánægðar með þetta,“ sagði Thelma Lóa Hermannsdóttir, leikmaður Fylkis, eftir 2-1 sigur á Þrótti fyrr í kvöld. Thelmu Lóu fannst sigurinn sanngjarn en fannst Fylkisliðið þó ekki eiga sinn besta leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Fylkir

„Við vorum meira og minna með boltann og við höfum alveg átt betri leik, en sigur er sigur.“

Thelma Lóa spilaði vel í kvöld og skoraði meðal annars frábært mark en þetta var að öllum líkindum kveðjuleikur hennar með Fylki í Inkasso-deildinni í sumar.

„Ég er að fara út til Bandaríkjanna. Ég held að þetta sé síðasti leikurinn minn en ég er ekki alveg viss.“

Aðspurð um skólann segist Thelmu lítast vel á aðstæður og það sem hún hefur heyrt.

„Hann er í Flórída. Ásta Eir í Breiðablik var í honum. Ég hlakka mjög til og líst vel á þetta,“ sagði Thelma Lóa meðal annars en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir