Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 25. júlí 2024 21:28
Matthías Freyr Matthíasson
Kiddi Freyr: Eigum inni í næsta leik að skora mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég held að þetta séu sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn spilaðist, bæði lið fá fína sénsa til að skora en auðvitað erum við svekktir að fara ekki með sigur út sagði Kristinn Freyr Sigurðsson sem var fyrirliði Valsmanna í leiknum á móti St. Mirren í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en leikurinn endaði með 0 - 0 jafntefli.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Helduru að það verði erfiðara að spila við þá úti en hérna heima?

Ég bara veit það ekki. Auðvitað eru þeir með stærri völl og fleiri áhorfendur sem öskra þá eitthvað áfram. Það verður bara skemmtilegt challenge fyrir okkur að takast á við það en við erum bara kokhraustir og teljum okkur geta unnið þetta lið.

Þeir eru hættulegir með þessa tvo strikera þarna frammi, sterka og fljóta og það er erfitt að eiga við þá en sem betur fer héldum við hreinu í dag sem er bara jákvætt og svo eigum við inni í næsta leik að skora mark.

Nánar er rætt við Kristinn í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner