Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ræddi við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag. HK mætir KA á heimavelli í Bestu deildar slag eftir þrjár vikur.
„Mér líst mjög vel á það, þetta var alltaf að fara verða erfiður leikur, þetta spilaðist þannig í 32-liða úrslitunum. Þetta er bara spennandi," sagði Ómar.
„Mér líst mjög vel á það, þetta var alltaf að fara verða erfiður leikur, þetta spilaðist þannig í 32-liða úrslitunum. Þetta er bara spennandi," sagði Ómar.
Í viðtalinu er Ómar spurður út í komandi leik gegn Fylki í Bestu deildinni og tvo leikmenn; Oliver Haurits sem hefur glímt við meiðsli og Örvar Eggertsson sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar sem stendur. Í lokin var Ómar svo spurður út í félagaskiptaglugggann sem lokar í kvöld.
„Við erum bara með augun opin, í einhverjum samtölum og eitthvað sent á mann og annað. Við skoðum það. Eins og ég sagði eftir Stjörnuleikinn þá erum við ekki í einhverri dauðaleit en maður fær alltaf einhver skilaboð og ef það er eitthvað mjög spennandi þá reynum við kannski að bregðast við."
Er HK að reyna fá Mána Austmann frá FH og Eyþór Wöhler frá Breiðabliki?
„Ég ætla ekki að segja neitt um það. Verðum við ekki að taka klassíska svarið að við tjáum okkur ekki um leikmenn annarra liða," sagði Ómar að lokum.
Máni hefur verið orðaður við HK og þá hefur Eyþór verið orðaður frá Breiðabliki.
Athugasemdir






















