„Þessi leikur var kaflaskiptur hjá okkur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og það gekk allt eftir plani nema það að við hefðum viljað skora mark," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn er á Parken eftir viku.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 FCK
„Þeir gera skiptingar í hálfleik, setja tvo kantara inn sem byrja yfirleitt hjá þeim. Viktor Fischer kom inn með ákveðin gæði sem erfitt var að ráða við."
Fischer skoraði og lagði upp fyrir FCK.
„Við gerðum okkar besta og við börðumst allan tímann. Allir strákarnir voru flottir í dag."
„Svona gerist oft, við þurfum að nýta færin okkar - annars verður okkur refsað. Svona eru oft fótboltaleikir á milli liða sem er munur á. Litla liðinu finnst það oft eiga góð færi en ef þú nýtir þau ekki þá eru stóru liðin fljót að refsa."
„Vonandi líður þeim rosalega vel og vanmeta okkur á Parken. Ef við skorum snemma þá getur allt gerst."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























