Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
   mið 26. júlí 2023 18:57
Haraldur Örn Haraldsson
KA fær ekki nýjan hafsent fyrir Evrópuleikinn - „Erum að skoða"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA er í dag að undirbúa sig fyrir næstu viðureign í Sambandsdeildinni þar sem þeir munu mæta írska liðinu Dundalk. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var þá til viðtals til að ræða um leikinn á morgun.


„Mér líst bara vel á þetta, það er hörku lið sem er að koma hérna og við erum bara spenntir fyrir þessu. Við ætlum að spila vel, spila okkar leik og fara með góð úrslit út til Írlands svo við eigum góðan möguleika á að fara áfram." Sagði Haddi en KA vann á dögunum góðan sigur gegn Keflavík 4-3 og hann segist mikilvægt að halda áfram sigurgöngunni. „Við erum komnir með 4 leiki núna í röð sem við höfum unnið sem er bara frábært, það gefur liðinu sjálfstraust og stemningin í hópnum er bara góð. Við sluppum við smá ferðalag núna, ákváðum að gista bara hérna í bænum og eyða miklum tíma saman, æfum hérna (á Framvelli) þannig við erum bara klárir."

Hafsenta staðan hjá KA mönnum lítur ekkert frábærlega út fyrir leikinn þar sem Ívar Örn Árnason þurfti að fara útaf meiddur gegn Keflavík og Rodri sem hefur leyst hafsenta stöðuna hefur verið tæpur en Hallgrímur segir þó að hann sé klár fyrir leikinn á morgun. Þeir hafa þó verið að leita eftir nýjum hafsentum og eitt nafn sem hefur verið talað um er Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks.

„Við fórum af stað þegar Ívar meiddist og staðan er þannig að við erum ekki með marga og þeir eru meiddir. Þannig við höfum bara verið að skoða fullt af nöfnum, ég ætla ekkert að fara út í þau nöfn hjá mönnum sem eru í öðrum liðum en það er ekkert launungarmál að við séum að skoða í kringum okkur. En við ætlum að anda með nefinu og það er ekki kominn neinn nýr leikmaður fyrir þetta Dundalk einvígi. Þannig eins og ég segi þá munum við hafa augun opin og ég myndi vilja fá einn hafsent en ég ætla ekkert að gefa upp nein nöfn, hvern við erum að skoða en við erum að skoða í kringum okkur."

Dusan Brkovic einn af hafsentum KA manna fékk ekki að fara til Englands að spila útileikinn gegn Connah's Quay fyrir viku út af vegabréfs veseni. Staðan er ennþá sú að það gæti orðið vesen í næstu viku þegar kemur að útileiknum gegn Dundalk. „Við erum að vinna í því og það er því miður þannig að það gæti verið að hann geti ekki verið með." Segir Hallgrímur

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Hallgrímur nánar um leikinn á morgun, andstæðinginn og mögulega komandi andstæðinga.


Athugasemdir