Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
   fös 26. ágúst 2022 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Bjarna Jó óljós: Heil meðganga í Lengjudeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Jóhannsson var hógvær eftir útisigur Njarðvíkinga gegn Ægi í 2. deildinni í kvöld. Njarðvík var þegar búið að tryggja sig upp um deild en Ægir þurfti sigur til að halda raunhæfum möguleikum um annað sætið á lífi.


Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Njarðvík

Heimamenn í Þorlákshöfn voru óheppnir að skora einungis eitt mark í tapinu og átti Robert Blakala stórleik á milli stanga gestanna úr Reykjanesbæ.

„Þetta Ægislið er hrikalega gott fótboltalið og það lið sem hefur kannski komið mest á óvart í sumar. Þeir sýndu frábæra frammistöðu í bikar sem er kannski að bitna á þeim núna en þetta var hörkuleikur og ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta detta með okkur í kvöld," sagði Bjarni eftir sigurinn og talaði um að vera sáttur með að sleppa við toppbaráttuna „í einhverjum kartöflugörðum" á lokaspretti tímabilsins.

„Það hefði verið þægilegt að koma hingað og 'chilla' bara en næsta verkefni er að ná í bikarinn og vinna þessa deild."

Bjarni veit ekki hvað hann gerir á næstu leiktíð. Hann verður samningslaus í haust og ætlar að skoða stöðuna þegar nær dregur.

„Við erum ekki byrjaðir að pæla í því. Við erum að einbeita okkur að því að klára þetta mót og svo kíkjum við á það. Það er heil meðganga í Lengjuna. Við erum bara rétt að átta okkur á því að vera komnir upp."


Athugasemdir
banner
banner