Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 26. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Telma fyrir leikinn í dag.
Telma fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er vissulega súrt tap," sagði markvörðurinn Telma Ívarsdóttir eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. „Við þurfum að laga og bæta okkur í ýmsu."

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Telma var að spila sinn annan keppnisleik með Íslandi. Hennar fyrsti keppnisleikur var gegn Wales síðasta föstudags. Var öðruvísi að fara inn í þennan leik?

„Já, þetta var aðeins öðruvísi. Það voru aðeins fleiri í stúkunni hérna en heima. Ég hvet fólk til að mæta í október. Mér leið samt vel allan tímann. Ég hafði fulla trú og við gerðum okkar besta, en það skilaði sér ekki alveg."

Þjóðverjar fengu blóð á tennurnar við fyrsta markið. „Þetta datt ekki alveg með okkur í fyrri hálfleik."

Telma hugsaði með sér eftir leikinn að hún hefði getað gert betur í fyrsta markinu. „Þetta var óvænt skot. Ég er að bakka niður og stíg í vitlausan fót. Ég næ ekki að fara út því ég stíg í hina áttina. Ég læri bara af því eins og öllu öðru. Hin þrjú mörkin voru erfið en ég á eftir að sjá það aftur."

Röddin var alveg farin hjá Telmu í viðtalinu en það var mikil stemning í Bochum í kvöld og vel mætt á völlinn. „Ég öskraði svolítið mikið í kvöld. Ég veit ekki einu sinni hvort stelpurnar hafi heyrt í mér (út af látunum á vellinum) en ég reyndi eins og ég gat."

„Við ætlum ekkert að hætta núna og hengja haus. Við eigum tvo heimaleiki í október þar sem við ætlum að sýna okkur og sanna. Ég vona að sem flestir komi að horfa á okkur."

Hægt er að sjá viðtalið við Telmu í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner