KR hefur náð samkomulagi við færeyska miðjumanninn Hall Hansson um riftun á samningi en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Hallur, sem er fyrirliði færeyska landsliðsins, kom til KR fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið með Horsens og Vejle í Danmörku.
Hallur spilaði 25 leiki með KR í deild og bikar áður en hann meiddist illa á Víkingsvellinum í september síðastliðnum. Það er ólíklegt að hann geti spilað á þessu ári út af meiðslunum.
„KR þakkar Halli fyrir góðan tíma hjá félaginu og óskar honum góðs bata," segir í tilkynningu KR.
Komnir
Jóhannes Kristinn Bjarnason frá Norrköping
Luke Rae frá Gróttu
Olav Öby
Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Hallur Hansson
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur
Sjá einnig:
KR þarf áfram að borga laun Halls þó hann spili kannski ekki meira
Athugasemdir