Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   sun 27. apríl 2025 21:49
Elvar Geir Magnússon
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni þetta tímabilið. KA vann FH 3-2 í fjörugum leik þar sem KA skoraði sigurmarkið skömmu eftir að FH hafði jafnað í 2-2.

Fyrir leikinn var talað um mikilvægi hans en Hallgrímur segir ekkert hræðslu hjá KA þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við erum með gott lið og munum vaxa inn í mótið. Það er ekkert panikk þó við höfum tapað tveimur útileikjum á móti mjög sterkum liðum. Góður sigur í dag, við spiluðum vel á köflum," segir Hallgrímur sem sá talsverða bætingu frá síðasta leik.

„Mér fannst við vinna betur saman (en í tapleiknum gegn Val) og vinna saman í pressunni. Það gerir varnarleikinn auðveldari."

Dagur Ingi Valsson var ekki með KA í dag en Hallgrímur segir að hann hafi verið stífur í nára en ætti að verða klár í næsta leik. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner