Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
   sun 27. apríl 2025 21:49
Elvar Geir Magnússon
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni þetta tímabilið. KA vann FH 3-2 í fjörugum leik þar sem KA skoraði sigurmarkið skömmu eftir að FH hafði jafnað í 2-2.

Fyrir leikinn var talað um mikilvægi hans en Hallgrímur segir ekkert hræðslu hjá KA þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við erum með gott lið og munum vaxa inn í mótið. Það er ekkert panikk þó við höfum tapað tveimur útileikjum á móti mjög sterkum liðum. Góður sigur í dag, við spiluðum vel á köflum," segir Hallgrímur sem sá talsverða bætingu frá síðasta leik.

„Mér fannst við vinna betur saman (en í tapleiknum gegn Val) og vinna saman í pressunni. Það gerir varnarleikinn auðveldari."

Dagur Ingi Valsson var ekki með KA í dag en Hallgrímur segir að hann hafi verið stífur í nára en ætti að verða klár í næsta leik. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir