Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni þetta tímabilið. KA vann FH 3-2 í fjörugum leik þar sem KA skoraði sigurmarkið skömmu eftir að FH hafði jafnað í 2-2.
Fyrir leikinn var talað um mikilvægi hans en Hallgrímur segir ekkert hræðslu hjá KA þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu.
Fyrir leikinn var talað um mikilvægi hans en Hallgrímur segir ekkert hræðslu hjá KA þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu.
Lestu um leikinn: KA 3 - 2 FH
„Við erum með gott lið og munum vaxa inn í mótið. Það er ekkert panikk þó við höfum tapað tveimur útileikjum á móti mjög sterkum liðum. Góður sigur í dag, við spiluðum vel á köflum," segir Hallgrímur sem sá talsverða bætingu frá síðasta leik.
„Mér fannst við vinna betur saman (en í tapleiknum gegn Val) og vinna saman í pressunni. Það gerir varnarleikinn auðveldari."
Dagur Ingi Valsson var ekki með KA í dag en Hallgrímur segir að hann hafi verið stífur í nára en ætti að verða klár í næsta leik. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir