Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 27. maí 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Æfingaleikur: FH sigraði Víking R.
Kvenaboltinn
Eva Núra Abrahamsdóttir.
Eva Núra Abrahamsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur R. 0 - 10 FH
Mörk FH: Arna Sigurðardóttir 2, Þórey Björk Eyþórsdóttir 2, Eva Núra Abrahamsdóttir, Birta Georgsdóttir, Nótt Jónsdóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, Selma Dögg Björgvinsdóttir.

FH sigraði Víking R. 10-0 í æfingaleik sem fór fram á Víkingsvelli í gærkvöldi.

Leiknum var skipt niður í þrjá hálfleiki og því var leikurinn 40 mínútum lengri en vanalega. Staðan var 2-0 eftir 90 mínútur.

Víkingur spilar í 1. deildinni í sumar en FH er nýliði í Pepsi Max-deildinni.

FH hefur leik gegn Breiðablik laugardaginn 13. júní næstkomandi en Víkingur mætir ÍA í 1. umferð í 1. deildinni föstudaginn 19. júní.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner