Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. maí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baldock valinn í gríska landsliðið
Í leik með ÍBV tímabilið 2012
Í leik með ÍBV tímabilið 2012
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Hægri bakvörðurinn George Baldock hefur ákveðið að spila fyrir gríska landsliðið. Baldock er 29 ára og er uppalinn á Englandi en gat valið að spila fyrir Grikkland þar sem amma hans er þaðan.

Gríska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Baldock verði í hópnum í komandi landsliðsverkefni.

Gus Poyet er landsliðsþjálfari og framundan eru leikir gegn Norður-Írlandi, Kósóvo og Kýpur í Þjóðadeildinni.

Baldock er leikmaður Sheffield United en er uppalinn hjá MK Dons. Sumarið 2012 var hann lánaður til ÍBV og lék sextán deildarleiki.
Athugasemdir
banner
banner