Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 27. ágúst 2022 17:35
Kári Snorrason
Dean Martin um framtíð sína: Ég veit það ekki, ég á eftir að tala við stjórnina
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss mættu Fjölni fyrr í dag á Extra-vellinum, leikar enduðu 4-1 fyrir Fjölni. Staðan var 1-1 í leikhlé en í síðari hálfleik tóku Fjölnismenn völdin og skoruðu 3 mörk. Þjálfari Selfyssinga Dean Martin var svekktur með sína menn í lok leiks.

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Selfoss

„Mér fannst í fyrri hálfleik við vera mjög góðir, mjög ánægður með okkur hvernig við byrjum leikinn, fáum fullt af færum komum okkur vel inn í leikinn. Svo í seinni hálfleik var allt önnur saga. Menn gera nokkur mistök og við fáum mörk á okkur. Hefðum við náð að klára okkar færi í fyrri hálfleik og síðan fer boltinn í stöng hefði þetta getað verið allt annar leikur."

Það hefur aðeins komið 1 sigurleikur í síðustu 8 leikjum Selfoss.

„Við erum ekki búnir að vera nógu góðir, það er ekki flóknara en það kannski síðustu vikur við verið í brasi með meiðsli og leikbönn. Þetta eru ekki afsakanir öll lið fara í gegnum svona tímabil. Við lærum frá þessu það er enginn fullkominn og við bætum okkur."

Dean Martin rennur út af samningi í lok þessa tímabils mun hann halda áfram?

„Ég veit það ekki ég á eftir að tala við stjórnina það kemur bara í ljós"
Athugasemdir
banner
banner