![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Selfoss mættu Fjölni fyrr í dag á Extra-vellinum, leikar enduðu 4-1 fyrir Fjölni. Staðan var 1-1 í leikhlé en í síðari hálfleik tóku Fjölnismenn völdin og skoruðu 3 mörk. Þjálfari Selfyssinga Dean Martin var svekktur með sína menn í lok leiks.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 1 Selfoss
„Mér fannst í fyrri hálfleik við vera mjög góðir, mjög ánægður með okkur hvernig við byrjum leikinn, fáum fullt af færum komum okkur vel inn í leikinn. Svo í seinni hálfleik var allt önnur saga. Menn gera nokkur mistök og við fáum mörk á okkur. Hefðum við náð að klára okkar færi í fyrri hálfleik og síðan fer boltinn í stöng hefði þetta getað verið allt annar leikur."
Það hefur aðeins komið 1 sigurleikur í síðustu 8 leikjum Selfoss.
„Við erum ekki búnir að vera nógu góðir, það er ekki flóknara en það kannski síðustu vikur við verið í brasi með meiðsli og leikbönn. Þetta eru ekki afsakanir öll lið fara í gegnum svona tímabil. Við lærum frá þessu það er enginn fullkominn og við bætum okkur."
Dean Martin rennur út af samningi í lok þessa tímabils mun hann halda áfram?
„Ég veit það ekki ég á eftir að tala við stjórnina það kemur bara í ljós"
Athugasemdir