Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 27. september 2020 19:30
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars um meiðsli Nökkva: Jafnvel talað um brot
Arnar Grétarsson, þjálfari KA
Arnar Grétarsson, þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega ánægður með að taka þrjú stigin, við höfum svosem ekki verið að vinna marga leiki í sumar. Mér fannst við mæta vel stemmdir til leiks og stýrðum fyrri hálfleiknum og það var bara eitt lið á vellinum." voru fyrstu viðbrögð Arnars Grétarssonar þjálfara KA sem var kátur eftir sigur á Gróttu á Vivaldivellinum í dag.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  4 KA

KA hefur ekki verið að vinna mikið og jafnvel ekki skorað mikið heldur en svo kemur liðið inn í þennan leik að ef liðið hefði tapað þessum leik þá væri kannski komin smá fallpressa og sýndi KA liðið úr hverju þeir eru gerðir.

„Já, það er alveg hægt að segja það. Mér fannst við bara spila virkilega vel, við vorum vel stemdir alveg frá fyrstu mínútu og tókum í raun öll völd á vellinum og skorum tvö góð mörk og hefðum geta skorað meira í fyrri hálfleik."

Nökkvi Þeyr Þórisson fer meiddur snemma af velli. Hversu alvarlegt var það?

„Hann var ekki bjartsýnn. Hann var jafnvel að tala um brot ég veit það ekki, ég vona ekki. Það yrði áfall fyrir okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner