Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 27. september 2020 16:55
Magnús Þór Jónsson
Eiður: Verð allavegana þjálfari FH á fimmtudaginn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann Fjölnismenn í Kaplakrika í dag í sannkölluðum haustleik.

"Það var þungt yfir þessu í dag.  Völlurinn var þungur, það hefur rignt mikið og það er greinilegt að mikil orka hefur farið í síðustu vikur og það sást aðeins á okkur í dag."

Eiður var sáttur að taka þrjú stig miðað við allt.

"Þetta er ekkert okkar besti leikur, ég hafði ekki áhyggjur að við kláruðum ekki með marki, það er bara ekki í mínu eðli held ég.  Þetta eru mikilvæg þrjú stig. Það er klárt."

Eiður minntist sérstaklega á frammistöðu hins 16 ára Loga Hrafns.

"Logi Hrafn nýorðinn 16 ára kemur inn í dag og mér fannst hann bara vera eins og hann hefði spilað í efstu deild í 20 ár. Yfirvegaður á boltanum og flottur, það er gott að hópurinn er breiður.

Okkur fannst kjörið tækifæri að gefa honum tækifæri í dag, við erum að dreifa mínútum og það eru smávægileg meiðsli hér og hvar. Það að geta notað hópinn og fengið þrjú stig, það er frábært."


Þegar Eiður og Logi tóku við í sumar var talað um að hann myndi klára tímabilið. Er ekki að verða nokkuð ljóst að hann verður áfram í þjálfarapeysunni næsta sumar?

"Ég verð það á næsta fimmtudag allavega! Ég er mjög ánægður með allt sem við erum að gera og stígandann í liðinu.  Meira get ég ekkert sagt um þetta."

Nánar er rætt við Eið í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner