Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 28. maí 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea framlengir við Hutchinson
Chelsea er búið að virkja ákvæði í samningi Omari Hutchinson sem framlengir veru hans hjá félaginu um eitt ár. Hann er því samningsbundinn Chelsea til 2026 eftir að hafa gert frábæra hluti á láni hjá Ipswich á nýliðnu tímabili. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Hutchinson er tvítugur kantmaður með fjóra leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og tvo A-landsleiki fyrir Heimi Hallgrímsson í Jamaíka.

Hann skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 50 leikjum með Ipswich á tímabilinu, er liðið komst óvænt beint upp úr Championship deildinni til að tryggja sér þátttökurétt í deild þeirra bestu.

Chelsea lítur á Hutchinson sem efnilegan leikmann fyrir framtíðina en ætlar að bíða með að taka ákvörðun þar til Enzo Maresca tekur við þjálfarastöðunni og gefur sitt mat á leikmanninum.

Það eru ýmis félög áhugasöm um að fá Hutchinson lánaðan fyrir næsta tímabil, þar sem Stuttgart, Borussia Mönchengladbach, Ajax og Feyenoord hafa öll verið nefnd til sögunnar auk Ipswich.
Athugasemdir