Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   lau 29. mars 2025 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Leeds tapaði stigum í dramatískum leik - Burnley vann og hélt hreinu í 29. sinn
Wilfried Gnonto skoraði tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á
Wilfried Gnonto skoraði tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á
Mynd: EPA
Leeds United mistókst að endurheimta toppsæti ensku B-deildarinnar eftir að hafa gert dramatískt 2-2 jafntefli við Swansea á Elland Road í dag.

Leedsarar fengu draumabyrjun er bandaríski miðjumaðurinn Brenden Aaronson skoraði eftir 33 sekúndur. Swansea fékk gullið tækifæri til að jafna metin tólf mínútum síðar eftir að Joe Rodon hamraði Lewis O'Brien niður í teignum.

Josh Tymon tók vítaspyrnu Swansea en franski markvörðurinn Illan Meslier las hann eins og opna bók og varði vítaspyrnu hans sem stefndi neðst í hornið.

Swansea náði inn jöfnunarmarki þegar hálftími var eftir í gegnum Harry Darling.

Á lokamínútunum voru það varamennirnir sem létu til sín taka en Gnonto skoraði fyrir Leeds á 87. mínútu aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á. Slóvenski framherjinn Zan Vipotnik kom þá inn hjá Swansea á lokamínútunum og gat ekki verið minni maður en Gnonto.

Hann færði Swansea jöfnunarmark seint í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir velska liðið. Slæm úrslit fyrir Leeds sem er nú tveimur stigum frá toppliði Sheffield United á meðan Swansea er í 16. sæti með aðeins 45 stig.

Burnley lagði Bristol City að velli, 1-0, á Turf Moor. Zian Flemming skoraði eina mark leiksins og hélt Burnley hreinu í 29. sinn á tímabilinu. Ótrúleg tölfræði.

Burnley er áfram í 3. sæti með 81 stig, jafnmörg og Leeds sem er í öðru sæti.

Burnley 1 - 0 Bristol City
1-0 Zian Flemming ('16 )

Cardiff City 1 - 1 Sheffield Wed
1-0 Isaak Davies ('21 )
1-1 Michael Ihiekwe ('59 )

Leeds 2 - 2 Swansea
1-0 Brenden Aaronson ('1 )
1-0 Josh Tymon ('13 , Misnotað víti)
1-1 Harry Darling ('64 )
2-1 Wilfried Gnonto ('87 )
2-2 Zan Vipotnik ('90 )

Middlesbrough 2 - 1 Oxford United
0-1 Michal Helik ('38 )
1-1 Kelechi Iheanacho ('48 )

Norwich 1 - 0 West Brom

Portsmouth 1 - 0 Blackburn
1-0 Josh Murphy ('20 )

Stoke City 3 - 1 QPR
1-0 Bae Joon-Ho ('21 )
2-0 Junior Tchamadeu ('44 )
3-0 Million Manhoef ('54 )
3-1 Min-hyuk Yang ('78 )

Sunderland 1 - 0 Millwall
1-0 Trai Hume ('20 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 45 28 13 4 93 29 +64 97
2 Burnley 45 27 16 2 66 15 +51 97
3 Sheffield Utd 45 28 7 10 62 35 +27 89
4 Sunderland 45 21 13 11 58 43 +15 76
5 Bristol City 45 17 16 12 57 53 +4 67
6 Coventry 45 19 9 17 62 58 +4 66
7 Millwall 45 18 12 15 46 46 0 66
8 Blackburn 45 19 8 18 52 47 +5 65
9 Middlesbrough 45 18 10 17 64 54 +10 64
10 West Brom 45 14 19 12 52 44 +8 61
11 Swansea 45 17 9 19 48 53 -5 60
12 Sheff Wed 45 15 12 18 59 68 -9 57
13 Watford 45 16 8 21 52 60 -8 56
14 Norwich 45 13 15 17 67 66 +1 54
15 QPR 45 13 14 18 52 63 -11 53
16 Portsmouth 45 14 11 20 57 70 -13 53
17 Oxford United 45 13 13 19 46 62 -16 52
18 Stoke City 45 12 14 19 45 62 -17 50
19 Derby County 45 13 10 22 48 56 -8 49
20 Preston NE 45 10 19 16 46 57 -11 49
21 Luton 45 13 10 22 42 64 -22 49
22 Hull City 45 12 12 21 43 53 -10 48
23 Plymouth 45 11 13 21 50 86 -36 46
24 Cardiff City 45 9 17 19 46 69 -23 44
Athugasemdir
banner
banner