Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Þriggja marka maður í sampökkun
Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
Mynd: Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Leikmaður áttundu umferðar í 2. deild - í boði ICE - er Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður Njarðvíkur. Hann var líka leikmaður umferðarinnar í sjöundu umferð.

Úlfur er nítján ára sóknarmaður sem er á láni hjá Njarðvík frá FH. Hann skoraði þrennu í uppgjöri toppliðanna þegar Njarðvík valtaði yfir Ægi - 6-0.

„Þriggja marka maður í 6-0 sampökkun Njarðvíkinga á Ægi. Hann skorar sitt sjötta, sjöunda og áttunda mark í deildinni. Hann er að taka yfir þessa deild, ásamt restinni af þessu Njarðvíkurliði, og hlæja að henni. Einhverjir efuðust, en ekki hann og ekki bróðir hans. Nei nei, ég segi svona, sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

Með Sverri í þættinum var Gylfi Tryggvason. Úlfur hefur skorað átta mörk í sjö deildarleikjum með Njarðvík. Í fyrra skoraði hann eitt mark í átta leikjum með ÍH.



Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Níunda umferðin:
miðvikudagur 29. júní
18:00 Njarðvík-KF (Rafholtsvöllurinn)
18:30 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
19:15 Ægir-Höttur/Huginn (Þorlákshafnarvöllur)
19:15 KFA-Magni (Fjarðabyggðarhöllin)
19:15 Reynir S.-Víkingur Ó. (BLUE-völlurinn)
19:15 Haukar-Þróttur R. (Ásvellir)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
Ástríðan - 8. umferð - Luka rekinn eftir sigurleik, þrennur og misjafnt gengi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner