Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spennandi systkini framlengja við ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Systkinin Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson eru búin að framlengja samninga sína við uppeldisfélagið ÍA um tvö ár. Þeir gilda báðir út leiktímabilið 2026.

Ingi Þór er eldri bróðir Sunnu Rúnar. Hann er fæddur 2004 og hefur skorað 9 mörk í 64 keppnisleikjum með meistaraflokki ÍA.

Það ríkir mikil spenna á Akranesi fyrir framgangi þessa systkina, en eldri bróðir þeirra er atvinnumaðurinn Arnór Sigurðsson á meðan foreldrar þeirra, Sigurður Þór Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir, eiga samanlagt 268 leiki fyrir meistaraflokk ÍA.

Sunna Rún er fædd 2008 og hefur skorað 10 mörk í 56 keppnisleikjum með ÍA þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner
banner