Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 30. júní 2018 20:00
Mist Rúnarsdóttir
Natalia: Elska að þjálfa en sakna þess að spila
Hættir þjálfun Hamranna og spilar með Mexíkó
Kvenaboltinn
Natalia stýrði Hömrunum í síðasta skipti í dag. Hún er á leið til móts við mexíkóska landsliðið.
Natalia stýrði Hömrunum í síðasta skipti í dag. Hún er á leið til móts við mexíkóska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög jafnt. Þarna voru tvö góð lið að mætast. Aðstæður voru erfiðar. Það rigndi allan leikinn og leikmenn áttu erfitt með að hafa stjórn á boltanum. Þróttarar spiluðu vel en við fengum líka okkar tækifæri. Það eru ein lítil mistök í upphafi leiks sem kosta okkur leikinn,“ sagði Natalia Gomez, fráfarandi þjálfari Hamranna eftir 1-0 tap gegn Þrótti í Inkasso-deildinni fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Hamrarnir

Hamrarnir eru með 5 stig í 8. sæti eftir sex umferðir en Nataliu finnst liðið eiga heima ofar í töflunni.

„Deildin er sterk og við erum með betra lið en við höfum verið að sýna. Við tökum bara einn leik í einu. Það er mikið eftir og mörg stig í pottinum.“

Natalia verður hinsvegar ekki meira með liðið en hún staðfesti í viðtalinu að hún er á leið af landi brott þar sem hún mun taka þátt í æfingamóti með mexíkóska landsliðinu. Í kjölfarið mun hún leita sér að nýju liði til að spila með en hún er búin að jafna sig af erfiðum meiðslum og vill taka slaginn á ný sem leikmaður.

„Það gerðist allt mjög hratt. Ég er að fara til móts við mexíkóska landsliðið og spila með þeim á æfingamóti í lok mánaðar svo ég verð þar í einhvern tíma. Ég þarf að sinna leikmannaferlinum.“

„Ég elska að þjálfa og það hefur verið í forgangi hjá mér undanfarna mánuði en ég sakna þess að spila. Ég er enn ung og vil láta á þetta reyna,“
sagði Natalia sem var einn besti leikmaður Þórs/KA þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn síðasta sumar og hefur klárlega gæði til að spila í betri deild.

Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við liði Hamranna en Natalia á von á að gengið verði frá því fljótlega.

„Þetta gerðist allt mjög hratt en við erum að fá þjálfara. Það er allt að verða klárt og ég hef engar áhyggjur af því. Það er gott fólk að vinna í kringum liðið.“

Nánar er rætt við Nataliu í spilaranum hér að ofan en við biðjumst afsökunar á slæmum hljóðgæðum í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner