„Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessari stöðu, í 12. sæti og missum tvo leiki í röð niður á síðustu mínútunum," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir jafntefli liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 - 1 ÍR
Dalvík/Reynir var manni færri eftir að Nikola Kristinn Stojanovic fékk rautt spjald snemma leiks. Sæmundur Sven A Schepsky fékk svo rautt í liði ÍR þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
„Nikola fer í boltann fyrst en svo fylgja lappirnar líka. Dómarinn telur að þetta sé gróft brot, við breytum því ekki," sagði Dragan.
Dalvík/Reynir hefur fengið ansi mörg rauð spjöld í sumar en liðið spilaði mun betur í dag manni færri en meðan jafnt var í liðunum.
„Ég hefði viljað að þeir hefðu klárað ellefu. Þá hefðum við verið meira á tánum. Þegar þetta verður tíu á móti tíu, ég segi ekki að við höfðum slakað á en ég hefði viljað að þeir hefðu klárað leikinn með ellefu (leikmenn)," sagði Dragan.
„Allir geta fengið rautt spjald. Ég var reiður þegar þú tókst viðtal við mig í Reykjavík. Ég sá þetta ekki alveg núna en við erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald."