Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mið 31. júlí 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan: Erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessari stöðu, í 12. sæti og missum tvo leiki í röð niður á síðustu mínútunum," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir jafntefli liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

Dalvík/Reynir var manni færri eftir að Nikola Kristinn Stojanovic fékk rautt spjald snemma leiks. Sæmundur Sven A Schepsky fékk svo rautt í liði ÍR þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Nikola fer í boltann fyrst en svo fylgja lappirnar líka. Dómarinn telur að þetta sé gróft brot, við breytum því ekki," sagði Dragan.

Dalvík/Reynir hefur fengið ansi mörg rauð spjöld í sumar en liðið spilaði mun betur í dag manni færri en meðan jafnt var í liðunum.

„Ég hefði viljað að þeir hefðu klárað ellefu. Þá hefðum við verið meira á tánum. Þegar þetta verður tíu á móti tíu, ég segi ekki að við höfðum slakað á en ég hefði viljað að þeir hefðu klárað leikinn með ellefu (leikmenn)," sagði Dragan.

„Allir geta fengið rautt spjald. Ég var reiður þegar þú tókst viðtal við mig í Reykjavík. Ég sá þetta ekki alveg núna en við erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald."


Athugasemdir
banner
banner
banner