Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gríðarlega ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Stjörnunni í 19.umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.
„Ég er hrikalega ánægður með liðið og frammistöðuna. Við byrjum betur en svo nær Stjarnan ákveðnum yfirburðum. Við nýttum illa þær stöður sem að við fengum og þeir skora gott mark. Í hálfleik töluðum við um að nýta betur þessar stöður sem við fengum. Ég var ánægður með kraftinn og dýnamíníkina hjá liðinu." sagði Óli eftir leik.
„Ég er hrikalega ánægður með liðið og frammistöðuna. Við byrjum betur en svo nær Stjarnan ákveðnum yfirburðum. Við nýttum illa þær stöður sem að við fengum og þeir skora gott mark. Í hálfleik töluðum við um að nýta betur þessar stöður sem við fengum. Ég var ánægður með kraftinn og dýnamíníkina hjá liðinu." sagði Óli eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 3 FH
Morten Beck Guldsmed, framherji FH, var valinn maður leiksins af ritara Fótbolta.net en hann skoraði öll þrjú mörk FH í leiknum. Morten var fenginn til FH í glugganum um mitt tímabil.
„Það hefur verið frábært að vera með Morten, líka þegar að hann hefur skorað eitt, tvö eða ekkert mark. Þessir menn eru settir í heiminn til að skora fótboltamörk og hann svaraði heldur betur kalli í dag." sagði Óli um Morten Beck.
Þegar að þrjár umferðir eru eftir sitja FH-ingar í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Stjörnunni í því fjórða og ljóst er að baráttan um Evrópusæti verður hörð.
„Leikurinn gegn Breiðablik (í síðustu umferð) var frábær þangað til að Davíð Þór var rekinn útaf. Takturinn í þeim leik, 11 á móti 11, var virkilega góður og það var það sem að við náðum líka í dag." sagði Óli að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir