Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 31. ágúst 2019 22:02
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns: Morten Beck settur í heiminn til að skora
Óli var gríðarlega sáttur að leikslokum.
Óli var gríðarlega sáttur að leikslokum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gríðarlega ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Stjörnunni í 19.umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

„Ég er hrikalega ánægður með liðið og frammistöðuna. Við byrjum betur en svo nær Stjarnan ákveðnum yfirburðum. Við nýttum illa þær stöður sem að við fengum og þeir skora gott mark. Í hálfleik töluðum við um að nýta betur þessar stöður sem við fengum. Ég var ánægður með kraftinn og dýnamíníkina hjá liðinu." sagði Óli eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 FH

Morten Beck Guldsmed, framherji FH, var valinn maður leiksins af ritara Fótbolta.net en hann skoraði öll þrjú mörk FH í leiknum. Morten var fenginn til FH í glugganum um mitt tímabil.

„Það hefur verið frábært að vera með Morten, líka þegar að hann hefur skorað eitt, tvö eða ekkert mark. Þessir menn eru settir í heiminn til að skora fótboltamörk og hann svaraði heldur betur kalli í dag." sagði Óli um Morten Beck.

Þegar að þrjár umferðir eru eftir sitja FH-ingar í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Stjörnunni í því fjórða og ljóst er að baráttan um Evrópusæti verður hörð.

„Leikurinn gegn Breiðablik (í síðustu umferð) var frábær þangað til að Davíð Þór var rekinn útaf. Takturinn í þeim leik, 11 á móti 11, var virkilega góður og það var það sem að við náðum líka í dag." sagði Óli að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner