Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   þri 31. ágúst 2021 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Sig: Leikmennirnir leggja líf og sál í þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hrikalega ánægður með vinnslu leikmannana. Það er ekki létt að koma hingað og sækja þrjú stig eftir að hafa verið í einangrun í 10 daga og ekki spila fótbolta í 17 daga," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir 0-1 sigur liðsins gegn Þór á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

„Allt 'credit' á strákana, þeir eru að leggja líf og sál í þetta úti á vellinum og við uppskárum eftir því. Vorum þettir til baka og sóttum hratt þegar við gátum og nýttum þetta eina færi sem var mjög vel gert hjá Breka og sigldum þessu heim."

ÍBV gerði smá breytingar í leikhléinu sem skilaði sér svo sannarlega.

„Ekkert frábær leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikur ekki nógu sáttir með hann en seinni hálfleikurinn var betri eftir að við vorum búnir að gera smá taktíksar breytingar. Það gaf okkur aðeins meiri balance á miðjunni og við fórum í þriggja manna vörn og fengum reynsluna í Bjarna inn. Þegar við vorum að tapa boltanum í fyrri hálfleik voru alltof mikil svæði fyrir Þórsarana að sækja á okkur og við þurftum að bregðast við því og við gerðum það vel."

„Auðvitað vissum við að þetta gæti orðið erfiður leikur, ekki búnir að spila í langan tíma en því mun mikilvægara að klára þetta og sýna þennan karakter sem hefur einkennt liðið í sumar og halda því áfram og jákvæðnin og eljusemin í liðinu er til fyrirmyndar og það er það sem er að skila okkur þessum árangri hingað til en það eru auðvitað margir leikir eftir og við þurfum bara að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner