Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 31. ágúst 2021 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Sig: Leikmennirnir leggja líf og sál í þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hrikalega ánægður með vinnslu leikmannana. Það er ekki létt að koma hingað og sækja þrjú stig eftir að hafa verið í einangrun í 10 daga og ekki spila fótbolta í 17 daga," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir 0-1 sigur liðsins gegn Þór á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

„Allt 'credit' á strákana, þeir eru að leggja líf og sál í þetta úti á vellinum og við uppskárum eftir því. Vorum þettir til baka og sóttum hratt þegar við gátum og nýttum þetta eina færi sem var mjög vel gert hjá Breka og sigldum þessu heim."

ÍBV gerði smá breytingar í leikhléinu sem skilaði sér svo sannarlega.

„Ekkert frábær leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikur ekki nógu sáttir með hann en seinni hálfleikurinn var betri eftir að við vorum búnir að gera smá taktíksar breytingar. Það gaf okkur aðeins meiri balance á miðjunni og við fórum í þriggja manna vörn og fengum reynsluna í Bjarna inn. Þegar við vorum að tapa boltanum í fyrri hálfleik voru alltof mikil svæði fyrir Þórsarana að sækja á okkur og við þurftum að bregðast við því og við gerðum það vel."

„Auðvitað vissum við að þetta gæti orðið erfiður leikur, ekki búnir að spila í langan tíma en því mun mikilvægara að klára þetta og sýna þennan karakter sem hefur einkennt liðið í sumar og halda því áfram og jákvæðnin og eljusemin í liðinu er til fyrirmyndar og það er það sem er að skila okkur þessum árangri hingað til en það eru auðvitað margir leikir eftir og við þurfum bara að halda áfram."
Athugasemdir
banner