Hannes Þ. Sigurðsson átti góðan leik gegn Stjörnunni í kvöld og skoraði gott mark. Hann var ánægður með leik sinna manna í kvöld.
Mér fannst spilamennskan góð á stórum köflum leiksins, við erum að berjast vel og vinna seinni boltann og hlaupa og vinna rosavel fyrir hvorn annan, nákvæmlega eins og við vorum að gera í Fylkisleiknum og það er þetta sem gefur sigurinn í dag engin spurning. sagði Hannes.
FH ingar byrjuðu mótið illa en hafa veirð að koma til og gleðst Hannes yfir því.
Við ætlum okkur að vinna þessa leiki hvernig svo sem fer, það þarf ekki alltaf að vera fallegt en við hefðum getað unnið þetta með mun fleiri mörkum í dag en tökum þetta 3-0 og höldum hreinu heima og verðum að gleðjast yfir því.
FH ingar mæta KR í næsta leik og var Hannes alveg á því hver ætlunin yrði í þeim leik.
Það er alltaf stefnan á að taka þrjú stig á móti KR og orðið ágætis vani skilst mér og um að gera að halda því áfram.
Nánar er rætt við Hannes í sjónvarpinu hér fyrir ofan.






















