Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mið 01. júní 2011 23:22
Fótbolti.net
Hlynur Eiríksson: Þetta er heitt sæti hérna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
,,Ég er rosalega sáttur, það er ekki hægt annað. Frábært að hafa byrjað svona og taka þrjú stig, það gerist ekki flottara," sagði Hlynur Svan Eiríksson nýráðinn þjálfari kvennaliðs Þór/KA sem vann 3-1 sigur á Fylki sólarhring eftir að hann tók við liðinu í kvöld. En hvað skilaði sigrinum.

,,Barátta og vilji, við vildum meira en þær. Mér fannst það gegnumgangandi allan leikinn. Það er fyrst og fremst það. Við getum bætt okkar leik, það er alveg klárt mál."

,,Ég er svo algjörlega nýr í þessu. Viðar var sjálfsagt búinn að leggja línur og setja markmið. Ég á eftir að heyra í stelpunum með það. Ég þykist vita að við ætlum að vera með efstu liðum, það er alveg klárt mál. Ég myndi halda að það væri markmið að vera í toppbaráttu."


Hlynur er þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu á innan við ári en er hann kominn til að vera?

,,Ég var að stýra liðinu í þessum leik en þetta er heitt sæti hérna."