,,Mér finnst alltaf mjög gaman að fara út á land með Fylkisstelpunum svo ég er nokkuð ánægð með þetta," sagði Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir leikmaður Fylkis eftir að ljóst var að liðið mætir Þór/KA í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins, liðið sem þær töpuðu fyrir í deildinni um helgina.
,,Við vorum að tapa fyrir þeim í fyrradag en núna ætlum við að sýna okkar rétta andlit og vinna. Við vorum óheppnar á móti þeim og það féll ekkert með okkur. Við vorum ekki slakari aðilinn. En núna munum við láta finna fyrir okkur."
Þór/KA hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og leikurinn fer fram á Þórsvelli. En er þetta ekki erfiður völlur heim að sækja?
,,Hann er líka nokkuð lélegur völlurinn hjá þeim. En það er alltaf kraftur í Þór/KA stelpunum. Við vitum að þetta er ekki óvinnandi vígi, við eigum nóg í þær."
,,Við ætlum alla leið, þetta er okkar mót, það er alltaf gaman í bikar."
Nánar er rætt við Hrafnhildi Heklu í sjónvarpinu hér að ofan.






















