„Það er kominn smá fiðringur," segir vængmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður U21 landsliðsins. Fótbolti.net ræddi við Jóa eftir æfingu liðsins á Valbjarnarvelli í dag.
Fyrsti leikur U21 landsliðsins á EM er á laugardag gegn Hvíta-Rússlandi
„Þetta er sterkur riðill og við þurfum að mæta 100% í hvern leik, vonandi komumst við áfram," segir Jóhann.
Hann þekkir ekkert til liðs Hvíta-Rússlands. „Ég veit ekki neitt um það, við förum yfir það í Danmörku held ég."
Jóhann býst við mörgum Íslendingum á leikjunum úti. „Sérstaklega í leiknum gegn Dönum, það verður víst eitthvað svaka partý eftir þann leik. Vonandi þurfum við ekki að taka þátt í þeim partýhöldum," segir Jóhann en Ísland á Danmörku í lokaleik riðilsins og vonar að íslenska liðið haldi áfram keppni eftir hann.
Rætt er nánar við Jóhann Berg í sjónvarpinu hér að ofan.























