,,Ég er mjög sáttur með þrjú stig, mér fannst fyrri hálfleikurinn okkar og seinni hálfleikurinn þeirra," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV sem vann 2-0 sigur á Þrótti í kvöld.
,,Við erum búnar að halda vel út hina þrjá leikina, en gáfum eftir í seinni hálfleik í dag. Það er ekkert til að hafa neinar sérstakar áhyggjur yfir."
ÍBV hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína með markatöluna 14-0 og hefur því haldið hreinu í öllum leikjum.
,,Við hljótum að fá á okkur í næsta leik, það er engin sérstök stefna að vera að halda ægilega í að vera ekki búin að fá á sig mark ennþá. Það kemur að því og þetta er ekki mikið rætt innnan hópsins.
Nánar er rætt við Jón Ólaf í sjónvarpinu að ofan.























