,,Þetta er mjög sárt, að tapa svona leik í vítaspyrnukeppni sem fer í bráðabana en svona er víst boltinn," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði ÍBV eftir 5-6 tap fyrir Aftureldingu í 8 liða úrslitum Valitor bikars kvenna í dag.
,,Það vantaði að klára, mér fannst að við hefðum mátt vera aðeins beittari fram á við þegar við vorum með vindi, þá hefðum við mátt pressa meira á þær en það tókst því miður ekki í dag."
,,Maður þarf fyrst og fremst að hafa trú á sjálfum sér þegar það kemur að því að taka víti, ég get ekki sagt hvað gerist hjá öðrum sem klikka."
Nánar er rætt við Elísu í sjónvarpinu að ofan.
























