Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 26. júlí 2011 22:47
Arnar Daði Arnarsson
Jón Páll: Munur á að skemmta sér og rúlla niður dalinn
Kvenaboltinn
Jón Páll Pálmason þjálfari Fylkiskvenna var hvorki þungur á brún né gnýstandi tönnum eftir að lið hans hafi steinlegið á útivelli gegn Val, 0-4. Valskonur voru búnar að gera útum leikinn eftir hálftíma leik og Fylkiskonur sáu aldrei til sólar í fyrri hálfleiknum, enda þung skýjað yfir öllum Vodafone-vellinum og nágrenni.

,,Það er ekkert jákvætt við það að tapa fótboltaleik 4-0, als ekki," sagði Jón Páll og það er engin breyting á því eftir þennan leik.

,,Þær komumst í 3-0 í fyrri hálfleik og leikurinn var því mjög torsóttur fyrir okkur, Valur spilaði frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik og við náðum ílla að verjast því, frá öftustulínu fram í fremsta mann og það er ástæðan fyrir því að við töpum þessum leik, sóknarleikur Vals var framúrskarandi," sagði Jón Páll. En hvernig mun hann hátta æfingum hjá liðinu um verslunarmannahelgina, eða mun hann gefa leikmönnum liðsins frí?

,,Ég ætla spila golf um verslunarmannahelgina hérna í Reykjavík, en með framhaldið; við eigum fullt af leikjum eftir í þessu móti og við erum að reyna ná okkar markmiðum, sem eru háleit. Hvað varðar verslunarmannahelgina; þá tökum við smá frí, stelpurnar fá smá leyfi til að skemmta sér og þær verða bara að gera það eins og alvöru íþróttamenn sæmir."

,,Það sem skiptir máli er að þær komist í skilning um það að það er mikill munur á að skemmta sér og rúlla niður brekkuna í Þjórsárdal og við eigum mjög mikilvægan leik á fimmtudaginn og við verðum að mæta klárar þar, annars verð ég ekki ánægður," sagði Jón Páll Pálmason þjálfari Fylkis sem stefnir á að lækka forgjöf sína til muna um verslunarmannahelgina og nýta sér tímann í það á meðan aðrir gera eitthvað mun óskynsamlegra en það.