,,Mér fannst við ekki spila nógu vel í kvöld. Við spiluðum töluvert gegn okkur í þessum leik, við vorum að gefa boltann á góðum stöðum og það spil sem var á sunnudag náðist ekki upp," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2-0 tap gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 FH
,,Við spyrntum við fótum síðustu 15 mínúturnar en heilt yfir fannst mér KR-ingarnir sterkari í leiknum, þeir voru á undan í flesta bolta og voru að vinna þessa seinni bolta."
,,Við spiluðum ekki nógu vel. Það var nóg af opnunum til staðar fyrir okkur til að fara í, í þessum leik en við höfðum því miður ekki rænu á að fara í þær. Síðan vorum við að fara of mikið inn á miðjuna í stað þess að nýta vængina."
FH-ingar vildu fá vítaspyrnu rétt áður en KR-ingar skoruðu annað mark sitt en þá fékk Guðmundur Reynir Gunnarsson boltann í hendina.
,,Ég reyndar sá þetta ekki en þeir segja mér fróðir menn að það hafi verið víti. Eru andstæðingarnir mikið að fá víti hérna á KR-vellinum? Ég get ekki ímyndað mér það."
Guðmann Þórisson var ekki með FH í dag vegna meiðsla en Hafþór Þrastarson leysti hann af hólmi í hjarta varnarinnar.
,,Meiðsli og leikbönn eru partur af því að vera í fótbolta. Hafþór kom inn og spilaði vel að mínu mati, það var bara liðið í heild sem spilaði ekki nógu góðu vörn," sagði Heimir.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























