„Ég er mjög sáttur, við stefndum á að reyna að halda okkur á toppnum út tímabilið. Erfitt tap í síðasta leik náðum við í þessi þrjú stig sem voru í boði. Það hafðist með baráttu, vilja og öðru en svo er hitt eftir, að gera flesta ánægða með spilamennskuna en á meðan þrjú stigin koma þá er ég sáttur,“ sagði Páll Viðar Gíslason nokkuð sáttur eftir leik.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 1 Víkingur Ó.
“Við hefðum getað spilað glimmrandi fótbolta og fengið eitt stig úr þessum heimaleikjum en við höfum fengið níu. Þannig að ég tel að sigurviljinn og þetta sem býr í Þórsliðinu, baráttan og viljinn sem hefur kannski einkennt okkur eins og í fyrra líka. Það síðasta sem ég vil gera er að taka það af þeim.“
Viðtalið við Pál má sjá hér í heild sinni í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir