,,Þetta eru vissulega vonbrigði. Þetta er kannski okkar keppni í hnotskurn, þetta var ekki að detta með okkur og við fengum færi sem okkur vantaði að klára. Við vorum of æstir að vinna boltann í stað þess að að loka svæðum og vera rólegir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslenska U21 landslið karla sem tapaði í kvöld fyrir Aserum 1-2 á KR-velli í undankeppni EM.
Lestu um leikinn: Ísland U21 1 - 2 Aserbaídsjan U21
Íslendingar byrjuðu af krafti í leiknum og komust yfir þegar Björn Bergmann skallaði knöttinn í netið á 20. mínútu en íslensku strákarnir misstu síðan dampinn í seinni hálfleik svo gestirnir fóru með sigur af hólmi.
,,Við komum mjög ákveðnir inn í leikinn en það dró síðan af okkur í seinni hálfleik. Við vorum óþolinmóðir, við vorum of æstir og vildum endilega skora mark númer tvö og gera þannig út um leikinn. Við verðum að vera klókari,“ bætti Eyjólfur við.
Ísland er neðst í riðlinum með þrjú stig eftir sex leiki og telur Eyjólfur að það búi mikið meira í liðinu og að liðið sé betra en taflan segir.
,,Ég mundi nú segja það, en við höfum ekki staðið okkur nógu vel í þessari keppni.“
Eyjólfur var þá sáttur með frammistöðu Björn Bergmanns en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir