Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 05. júní 2012 23:26
Sebastían Sævarsson Meyer
Eyjólfur Sverrisson: Erum betri en taflan segir
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þetta eru vissulega vonbrigði. Þetta er kannski okkar keppni í hnotskurn, þetta var ekki að detta með okkur og við fengum færi sem okkur vantaði að klára. Við vorum of æstir að vinna boltann í stað þess að að loka svæðum og vera rólegir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslenska U21 landslið karla sem tapaði í kvöld fyrir Aserum 1-2 á KR-velli í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Aserb­aísjan U21

Íslendingar byrjuðu af krafti í leiknum og komust yfir þegar Björn Bergmann skallaði knöttinn í netið á 20. mínútu en íslensku strákarnir misstu síðan dampinn í seinni hálfleik svo gestirnir fóru með sigur af hólmi.

,,Við komum mjög ákveðnir inn í leikinn en það dró síðan af okkur í seinni hálfleik. Við vorum óþolinmóðir, við vorum of æstir og vildum endilega skora mark númer tvö og gera þannig út um leikinn. Við verðum að vera klókari,“ bætti Eyjólfur við.

Ísland er neðst í riðlinum með þrjú stig eftir sex leiki og telur Eyjólfur að það búi mikið meira í liðinu og að liðið sé betra en taflan segir.

,,Ég mundi nú segja það, en við höfum ekki staðið okkur nógu vel í þessari keppni.“

Eyjólfur var þá sáttur með frammistöðu Björn Bergmanns en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner