Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   þri 05. júní 2012 23:26
Sebastían Sævarsson Meyer
Eyjólfur Sverrisson: Erum betri en taflan segir
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Þetta eru vissulega vonbrigði. Þetta er kannski okkar keppni í hnotskurn, þetta var ekki að detta með okkur og við fengum færi sem okkur vantaði að klára. Við vorum of æstir að vinna boltann í stað þess að að loka svæðum og vera rólegir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslenska U21 landslið karla sem tapaði í kvöld fyrir Aserum 1-2 á KR-velli í undankeppni EM.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Aserbaídsjan U21

Íslendingar byrjuðu af krafti í leiknum og komust yfir þegar Björn Bergmann skallaði knöttinn í netið á 20. mínútu en íslensku strákarnir misstu síðan dampinn í seinni hálfleik svo gestirnir fóru með sigur af hólmi.

,,Við komum mjög ákveðnir inn í leikinn en það dró síðan af okkur í seinni hálfleik. Við vorum óþolinmóðir, við vorum of æstir og vildum endilega skora mark númer tvö og gera þannig út um leikinn. Við verðum að vera klókari,“ bætti Eyjólfur við.

Ísland er neðst í riðlinum með þrjú stig eftir sex leiki og telur Eyjólfur að það búi mikið meira í liðinu og að liðið sé betra en taflan segir.

,,Ég mundi nú segja það, en við höfum ekki staðið okkur nógu vel í þessari keppni.“

Eyjólfur var þá sáttur með frammistöðu Björn Bergmanns en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner